Erlendir fjárfestar mæta til leiks Sæunn Gísladóttir skrifar 11. apríl 2017 15:01 Frá ársbyrjun 2017 hafa erlendir fjárfestar komið með meiri fjármuni í skráð hlutabréf Kauphallar Íslands en allt árið 2016. vísir/stefán Á fyrstu þremur mánuðum árs 2017 var nýfjárfesting erlendra aðila meiri en allt árið 2016. Fjárstreymistæki (bindiskylda) færði áherslu af skuldabréfamarkaði og inn á hlutabréfamarkað og áhuga útlendra fjárfesta á innlendum hlutabréfamarkaði virðist stóraukast við skref til afnáms hafta. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Arion banka. Í henni kemur fram að fjárfestingar útlendinga á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist verulega á síðustu mánuðum. Frá ársbyrjun 2017 hafa erlendir fjárfestar komið með meiri fjármuni í skráð hlutabréf en allt árið 2016.16 milljarða arðurÚtlit er fyrir að félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands greiði samtals um 16 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2016 sem er um 18 prósent lækkun á arðgreiðslum frá árinu á undan. Arðgreiðsluhlutfall markaðarins er um 1,8 prósent. Arðgreiðslur hafa lækkað síðastliðin tvö ár sem hlutfall af markaðsvirði. Vægi félaga sem byggja á íslenskri eftirspurn fer vaxandi og þau greiða hærra hlutfall hagnaðar í arð. Séu kaup á eigin bréfum tekin með í myndina má áætla að greiðslur til hluthafa geti numið allt að 26 milljörðum króna. Þrátt fyrir slaka ávöxtun í fyrra hafa skráð íslensk hlutabréf skilað góðri ávöxtun frá endurreisn markaðarins.Hluthöfum fækkaði í fyrsta sinn frá endurreisnSamtals eru félög í Kauphöll Íslands með 23 þúsund hluthafa. Árið 2016 fækkaði hluthöfum í skráðum félögum um 6 prósent. Þetta var í fyrsta sinn sem hluthöfum fækkaði frá endurreisn fjármálakerfisins. Sé horft framhjá skráningu Skeljungs fækkaði hluthöfum um 13 prósent. Smám saman fækkar hluthöfum í kjölfar stórra útboða. Stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður virðist ekki skila sér í auknum fjárfestingum almennings á innlendum verðbréfamarkaði . Innlendur sparnaður leitar annað. Peningamarkaðssjóðir hafa vaxið í umfangi svo almenningur virðist leita í styttri tíma eignir. Eignir peningamarkaðssjóða námu 193 milljörðum króna í febrúar 2017 samanborið við 105 milljarða króna ári áður. Að sama skapi hafa heimili minnkað hlutdeild sína í hlutabréfasjóðum. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Á fyrstu þremur mánuðum árs 2017 var nýfjárfesting erlendra aðila meiri en allt árið 2016. Fjárstreymistæki (bindiskylda) færði áherslu af skuldabréfamarkaði og inn á hlutabréfamarkað og áhuga útlendra fjárfesta á innlendum hlutabréfamarkaði virðist stóraukast við skref til afnáms hafta. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Arion banka. Í henni kemur fram að fjárfestingar útlendinga á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist verulega á síðustu mánuðum. Frá ársbyrjun 2017 hafa erlendir fjárfestar komið með meiri fjármuni í skráð hlutabréf en allt árið 2016.16 milljarða arðurÚtlit er fyrir að félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands greiði samtals um 16 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2016 sem er um 18 prósent lækkun á arðgreiðslum frá árinu á undan. Arðgreiðsluhlutfall markaðarins er um 1,8 prósent. Arðgreiðslur hafa lækkað síðastliðin tvö ár sem hlutfall af markaðsvirði. Vægi félaga sem byggja á íslenskri eftirspurn fer vaxandi og þau greiða hærra hlutfall hagnaðar í arð. Séu kaup á eigin bréfum tekin með í myndina má áætla að greiðslur til hluthafa geti numið allt að 26 milljörðum króna. Þrátt fyrir slaka ávöxtun í fyrra hafa skráð íslensk hlutabréf skilað góðri ávöxtun frá endurreisn markaðarins.Hluthöfum fækkaði í fyrsta sinn frá endurreisnSamtals eru félög í Kauphöll Íslands með 23 þúsund hluthafa. Árið 2016 fækkaði hluthöfum í skráðum félögum um 6 prósent. Þetta var í fyrsta sinn sem hluthöfum fækkaði frá endurreisn fjármálakerfisins. Sé horft framhjá skráningu Skeljungs fækkaði hluthöfum um 13 prósent. Smám saman fækkar hluthöfum í kjölfar stórra útboða. Stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður virðist ekki skila sér í auknum fjárfestingum almennings á innlendum verðbréfamarkaði . Innlendur sparnaður leitar annað. Peningamarkaðssjóðir hafa vaxið í umfangi svo almenningur virðist leita í styttri tíma eignir. Eignir peningamarkaðssjóða námu 193 milljörðum króna í febrúar 2017 samanborið við 105 milljarða króna ári áður. Að sama skapi hafa heimili minnkað hlutdeild sína í hlutabréfasjóðum.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira