Evrópukeppnin hjálpar Valsmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2017 06:00 Josip Juric Grgic fékk tveggja leikja bann fyrir að sparka í Róbert Aron Hostert, leikmann ÍBV. Hans verður sárt saknað í fyrstu tveimur leikjum Vals gegn Fram. vísir/eyþór Úrslitakeppnin í Olísdeild karla heldur áfram í kvöld þegar undanúrslitin hefjast í karlaflokki. Óvænt tíðindi urðu í fjórðungsúrslitum þegar tvö af sterkustu liðum deildarinnar, Haukar og ÍBV, féllu bæði úr leik. Það ætti að gera leið deildarmeistara FH að Íslandsmeistaratitlinum enn greiðari en úrslitakeppnin hingað til hefur undirstrikað hversu liðin í deildinni eru jöfn og hversu erfitt er að spá um úrslit rimmanna. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var Fréttablaðinu innan handar við að meta möguleika liðanna fjögurra sem eftir standa. Hann spáir því að FH og Valur muni mætast í lokaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en afskrifar þó alls ekki möguleika Aftureldingar og Fram, þvert á móti. „Það á enn margt eftir að gerast og það væri glapræði að afskrifa eitthvert lið á þessum tímapunkti. Hins vegar lýgur taflan ekki og FH er það lið sem sýndi mestan stöðugleika í vetur og kemur inn í úrslitakeppnina í besta forminu. FH-ingar eru því til alls líklegir,“ segir Gunnar.Þurfa mun betri vörn Mosfellingar eiga stórt verkefni fyrir höndum. Afturelding sló Selfoss úr leik í 8 liða úrslitum en FH-ingar unnu Gróttu. Bæði lið unnu rimmur sínar 2-0 en lentu þó bæði í jöfnum og erfiðum leikjum. Gunnar segir ekkert stórt leyndarmál við rimmu Aftureldingar og FH. Gamla spekin um að vörn og markvarsla þurfi að vera í lagi eigi hér vel við lið Aftureldingar, ætli Mosfellingar sér að eiga möguleika gegn deildarmeisturum FH. „Afturelding hefur verið í basli með vörnina eftir áramót. Þeir þurfa að bæta hana mikið frá síðustu vikum og mánuðum, og fá þá markvörsluna með, til að eiga möguleika. Góðu fréttirnar eru að Böðvar Páll [Ásgeirsson] er að koma aftur inn eftir meiðsli og það styrkir liðið.“Grimmdin nauðsynleg Hann segir að það séu brotalamir á liði FH eins og öllum liðum. „En eins og FH lítur út í dag er FH með sterkt varnarlið og góða markvörslu. Það er breidd í sókninni og mikill agi. Þá hafa FH-ingar haft seigluna með sér í jöfnum leikjum og unnið þá líka.“ Gunnar bendir á að Mosfellingar þurfi að finna leið til að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson og Jóhann Birgi Ingvarsson. „Þeir sækja mikið á sinn varnarmann og eru afar sterkir einn á einn. Svo fá þeir aðstoð frá mönnum eins og Ásbirni [Friðrikssyni] og Einari Rafni [Eiðssyni] í að nýta sér stöðuna sem kemur upp. Þess utan eru FH-ingar með sterka línu- og hornamenn. En það er alveg ljóst að varnarmenn Aftureldingar verða að sækja út í þá [Jóhann og Gísla]. Ef þeir sitja bara á línunni og bíða eftir þeim eiga þeir ekki séns.“Leikbannið mikið áfall Sjálfsagt reiknuðu flestir hlutlausir með því að Haukar og ÍBV myndu bera sigur úr býtum í leikjum laugardagsins og að liðin myndu mætast í undanúrslitunum. Annað kom á daginn og Fram sló Hauka úr leik eftir æsilega vítakastskeppni. Þá gerðu Valsmenn sér lítið fyrir og unnu ÍBV í oddaleik í Vestmannaeyjum. Gunnar er reynslunni ríkari eftir rimmu sína við Fram og varar Valsmenn við nokkurs konar vanmati. „Mönnum er frjálst að gagnrýna okkur Hauka eins og þá lystir en menn skulu ekki líta framhjá þætti Fram. Framarar spiluðu þessa rimmu gegn okkur afar vel og eiga heiður skilinn fyrir. Þar fyrir utan töpuðu Framarar fáum leikjum í deildinni í febrúar og mars.“ Tveir þættir gætu haft mikil áhrif á rimmu Fram og Vals – þátttaka Vals í Evrópukeppninni næstu tvær helgar hið minnsta og tveggja leikja bann Josips Gric, skyttu Vals, sem skoraði samtals nítján mörk í leikjunum gegn ÍBV. „Það er mikið áfall fyrir Val og munar um minna. En ég er algerlega sannfærður um að reynsla Vals úr Evrópukeppninni hjálpi liðinu mikið. Valur hefði ekki unnið í Eyjum nema út af þeirri reynslu sem liðið fékk úr Evrópuleikjunum í vetur.“ Hann segir Valsmenn líklegri í fimm leikja rimmu þar sem þrjá sigra þarf til að komast áfram. „En þeir munu þurfa að hafa mikið fyrir þessu og ég býst við að þetta ráðist í oddaleik,“ bætir hann við. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 20.00. Olís-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olísdeild karla heldur áfram í kvöld þegar undanúrslitin hefjast í karlaflokki. Óvænt tíðindi urðu í fjórðungsúrslitum þegar tvö af sterkustu liðum deildarinnar, Haukar og ÍBV, féllu bæði úr leik. Það ætti að gera leið deildarmeistara FH að Íslandsmeistaratitlinum enn greiðari en úrslitakeppnin hingað til hefur undirstrikað hversu liðin í deildinni eru jöfn og hversu erfitt er að spá um úrslit rimmanna. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var Fréttablaðinu innan handar við að meta möguleika liðanna fjögurra sem eftir standa. Hann spáir því að FH og Valur muni mætast í lokaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en afskrifar þó alls ekki möguleika Aftureldingar og Fram, þvert á móti. „Það á enn margt eftir að gerast og það væri glapræði að afskrifa eitthvert lið á þessum tímapunkti. Hins vegar lýgur taflan ekki og FH er það lið sem sýndi mestan stöðugleika í vetur og kemur inn í úrslitakeppnina í besta forminu. FH-ingar eru því til alls líklegir,“ segir Gunnar.Þurfa mun betri vörn Mosfellingar eiga stórt verkefni fyrir höndum. Afturelding sló Selfoss úr leik í 8 liða úrslitum en FH-ingar unnu Gróttu. Bæði lið unnu rimmur sínar 2-0 en lentu þó bæði í jöfnum og erfiðum leikjum. Gunnar segir ekkert stórt leyndarmál við rimmu Aftureldingar og FH. Gamla spekin um að vörn og markvarsla þurfi að vera í lagi eigi hér vel við lið Aftureldingar, ætli Mosfellingar sér að eiga möguleika gegn deildarmeisturum FH. „Afturelding hefur verið í basli með vörnina eftir áramót. Þeir þurfa að bæta hana mikið frá síðustu vikum og mánuðum, og fá þá markvörsluna með, til að eiga möguleika. Góðu fréttirnar eru að Böðvar Páll [Ásgeirsson] er að koma aftur inn eftir meiðsli og það styrkir liðið.“Grimmdin nauðsynleg Hann segir að það séu brotalamir á liði FH eins og öllum liðum. „En eins og FH lítur út í dag er FH með sterkt varnarlið og góða markvörslu. Það er breidd í sókninni og mikill agi. Þá hafa FH-ingar haft seigluna með sér í jöfnum leikjum og unnið þá líka.“ Gunnar bendir á að Mosfellingar þurfi að finna leið til að stöðva Gísla Þorgeir Kristjánsson og Jóhann Birgi Ingvarsson. „Þeir sækja mikið á sinn varnarmann og eru afar sterkir einn á einn. Svo fá þeir aðstoð frá mönnum eins og Ásbirni [Friðrikssyni] og Einari Rafni [Eiðssyni] í að nýta sér stöðuna sem kemur upp. Þess utan eru FH-ingar með sterka línu- og hornamenn. En það er alveg ljóst að varnarmenn Aftureldingar verða að sækja út í þá [Jóhann og Gísla]. Ef þeir sitja bara á línunni og bíða eftir þeim eiga þeir ekki séns.“Leikbannið mikið áfall Sjálfsagt reiknuðu flestir hlutlausir með því að Haukar og ÍBV myndu bera sigur úr býtum í leikjum laugardagsins og að liðin myndu mætast í undanúrslitunum. Annað kom á daginn og Fram sló Hauka úr leik eftir æsilega vítakastskeppni. Þá gerðu Valsmenn sér lítið fyrir og unnu ÍBV í oddaleik í Vestmannaeyjum. Gunnar er reynslunni ríkari eftir rimmu sína við Fram og varar Valsmenn við nokkurs konar vanmati. „Mönnum er frjálst að gagnrýna okkur Hauka eins og þá lystir en menn skulu ekki líta framhjá þætti Fram. Framarar spiluðu þessa rimmu gegn okkur afar vel og eiga heiður skilinn fyrir. Þar fyrir utan töpuðu Framarar fáum leikjum í deildinni í febrúar og mars.“ Tveir þættir gætu haft mikil áhrif á rimmu Fram og Vals – þátttaka Vals í Evrópukeppninni næstu tvær helgar hið minnsta og tveggja leikja bann Josips Gric, skyttu Vals, sem skoraði samtals nítján mörk í leikjunum gegn ÍBV. „Það er mikið áfall fyrir Val og munar um minna. En ég er algerlega sannfærður um að reynsla Vals úr Evrópukeppninni hjálpi liðinu mikið. Valur hefði ekki unnið í Eyjum nema út af þeirri reynslu sem liðið fékk úr Evrópuleikjunum í vetur.“ Hann segir Valsmenn líklegri í fimm leikja rimmu þar sem þrjá sigra þarf til að komast áfram. „En þeir munu þurfa að hafa mikið fyrir þessu og ég býst við að þetta ráðist í oddaleik,“ bætir hann við. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 20.00.
Olís-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira