Allir eiga rétt til menntunar eftir framhaldsskóla Margrét M. Norðdahl og Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 Flest ungt fólk sem lýkur framhaldsskólanámi hefur áhuga á að frekari menntun. Fyrir flesta er þetta einfalt og fólk getur yfirleitt sótt í það nám sem það hefur áhuga á og þar sem styrkleikar þeirra njóta sín. Það á þó því miður ekki við um alla. Fólk með þroskahömlun sem lýkur námi frá starfsbrautum framhaldsskóla hefur ekki þessi tækifæri. Samt eru þau ekkert öðruvísi en önnur ungmenni og vilja og hafa áhuga á meiri menntun. Á hverju ári útskrifast 30 – 50 nemendur af starfsbrautum framhaldsskólanna í Reykjavík. Ríkið setur fjármagn í Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks eins og það heitir hjá fjármálaráðuneytinu. Það fjármagn fer til Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar, sem sér um námskeiðahald sem stendur fólki með þroskahömlun til boða á landsvísu. Á vegum Fjölmenntar stunda nú um 700 nemendur nám um land allt. Fyrir utan námskeið hjá Fjölmennt er í boði tveggja ára diplómanám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem 15 nemendur stunda nám. Þar eru nýir nemendur teknir inn annað hvert ár. Einnig er í boði tveggja ára diplómanám í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem 12 nemendur stunda myndlistarnám og útskrifast fyrsti hópurinn þaðan í vor. Fjölmennt studdi við diplómanámið í HÍ til ársins 2015 og fjármagnaði einnig diplómanámið í Myndlistaskólanum að hluta. Frá árinu 2010 til 2017 hafa fjárframlög til Fjölmenntar hins vegar lækkað úr 258 milljónum í 254 milljónir. Miðað við uppreiknaða launa og neysluvísitölu frá árinu 2009 til dagsins í dag ætti framlag til Fjölmenntar að vera 385 milljónir. Afleiðingar niðurskurðarins eru m.a. þær að námskeiðin eru færri og styttri, námsleiðir hafa verið lagðar niður, stuðningi við Diplómanámið í Háskóla Íslands verið hætt og ekki stutt lengur við Diplómanámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það er augljóst að námsframboð fyrir fólk með þroskahömlun hefur verið verulega skert og mun halda áfram að skerðast verði ekki sett aukið fé til þess. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um að allir eigi að hafa rétt á námi á öllum skólastigum. Samningurinn hefur verið staðfestur af Íslandi en ekki lögfestur. Því ber ríkinu strangt til tekið ekki á grundvelli hans að tryggja nemendum með þroskahömlun möguleika til framhaldsnáms að loknu námi á starfsbraut og eina fjármagnið sem fer í menntun þessa hóps er fjármagnið sem fer til Fjölmenntar. Þó skyldi maður halda að mannréttindaákvæði stjórnarskrár ættu að tryggja þessum hópi ungmenna möguleika til framhaldsnáms eins og öðrum ungmennum. Að gera það ekki felur í sér augljósa og óásættanlega mismunun. Á tveggja ára fresti hafa aðstandendur Diplómanámsins í HÍ þurft að berjast fyrir því að námið fái að halda áfram en það er enn skilgreint sem tilraunaverkefni án fastra fjárframlaga. Vegna niðurskurðar hjá Fjölmennt getur stofnunin ekki stutt áfram við námið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og skólinn býður nú svara frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um fjárstyrk til þess að geta haldið náminu áfram. Aðrar menntastofnanir eða deildir innan menntastofnana sem hefðu áhuga á að bjóða upp á námsleiðir fyrir fólk með þroskahömlun hafa ekki í neina sjóði að sækja til að auka framboð sitt. Þetta ástand er óásættanlegt og við skorum á stjórnvöld að standa með mannréttindum allra Íslendinga, ekki bara sumra og tryggja fjölbreyttara námsframboð fyrir fólk með þroskahömun til jafns við aðra. Allir eiga rétt á því að rækta og njóta hæfileika sinna og til þess að stunda nám á öllum skólastigum. Þannig nýtum allan þann mannauð sem í þjóð okkar býr og byggjum gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Flest ungt fólk sem lýkur framhaldsskólanámi hefur áhuga á að frekari menntun. Fyrir flesta er þetta einfalt og fólk getur yfirleitt sótt í það nám sem það hefur áhuga á og þar sem styrkleikar þeirra njóta sín. Það á þó því miður ekki við um alla. Fólk með þroskahömlun sem lýkur námi frá starfsbrautum framhaldsskóla hefur ekki þessi tækifæri. Samt eru þau ekkert öðruvísi en önnur ungmenni og vilja og hafa áhuga á meiri menntun. Á hverju ári útskrifast 30 – 50 nemendur af starfsbrautum framhaldsskólanna í Reykjavík. Ríkið setur fjármagn í Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks eins og það heitir hjá fjármálaráðuneytinu. Það fjármagn fer til Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar, sem sér um námskeiðahald sem stendur fólki með þroskahömlun til boða á landsvísu. Á vegum Fjölmenntar stunda nú um 700 nemendur nám um land allt. Fyrir utan námskeið hjá Fjölmennt er í boði tveggja ára diplómanám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands þar sem 15 nemendur stunda nám. Þar eru nýir nemendur teknir inn annað hvert ár. Einnig er í boði tveggja ára diplómanám í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem 12 nemendur stunda myndlistarnám og útskrifast fyrsti hópurinn þaðan í vor. Fjölmennt studdi við diplómanámið í HÍ til ársins 2015 og fjármagnaði einnig diplómanámið í Myndlistaskólanum að hluta. Frá árinu 2010 til 2017 hafa fjárframlög til Fjölmenntar hins vegar lækkað úr 258 milljónum í 254 milljónir. Miðað við uppreiknaða launa og neysluvísitölu frá árinu 2009 til dagsins í dag ætti framlag til Fjölmenntar að vera 385 milljónir. Afleiðingar niðurskurðarins eru m.a. þær að námskeiðin eru færri og styttri, námsleiðir hafa verið lagðar niður, stuðningi við Diplómanámið í Háskóla Íslands verið hætt og ekki stutt lengur við Diplómanámið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það er augljóst að námsframboð fyrir fólk með þroskahömlun hefur verið verulega skert og mun halda áfram að skerðast verði ekki sett aukið fé til þess. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um að allir eigi að hafa rétt á námi á öllum skólastigum. Samningurinn hefur verið staðfestur af Íslandi en ekki lögfestur. Því ber ríkinu strangt til tekið ekki á grundvelli hans að tryggja nemendum með þroskahömlun möguleika til framhaldsnáms að loknu námi á starfsbraut og eina fjármagnið sem fer í menntun þessa hóps er fjármagnið sem fer til Fjölmenntar. Þó skyldi maður halda að mannréttindaákvæði stjórnarskrár ættu að tryggja þessum hópi ungmenna möguleika til framhaldsnáms eins og öðrum ungmennum. Að gera það ekki felur í sér augljósa og óásættanlega mismunun. Á tveggja ára fresti hafa aðstandendur Diplómanámsins í HÍ þurft að berjast fyrir því að námið fái að halda áfram en það er enn skilgreint sem tilraunaverkefni án fastra fjárframlaga. Vegna niðurskurðar hjá Fjölmennt getur stofnunin ekki stutt áfram við námið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og skólinn býður nú svara frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um fjárstyrk til þess að geta haldið náminu áfram. Aðrar menntastofnanir eða deildir innan menntastofnana sem hefðu áhuga á að bjóða upp á námsleiðir fyrir fólk með þroskahömlun hafa ekki í neina sjóði að sækja til að auka framboð sitt. Þetta ástand er óásættanlegt og við skorum á stjórnvöld að standa með mannréttindum allra Íslendinga, ekki bara sumra og tryggja fjölbreyttara námsframboð fyrir fólk með þroskahömun til jafns við aðra. Allir eiga rétt á því að rækta og njóta hæfileika sinna og til þess að stunda nám á öllum skólastigum. Þannig nýtum allan þann mannauð sem í þjóð okkar býr og byggjum gott samfélag fyrir alla.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun