Hildur vill fá fleiri konur í þjálfun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 08:15 Hildur Sigurðardóttir stýrði Breiðabliki upp í Domino's deild kvenna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Hún vill fá fleiri konur í þjálfun. „Ég sá strax metnað í liðinu og umgjörðinni í kringum liðið. Ég fékk strax að heyra það þegar ég réð mig hér til starfa að stefnan væri sett á Domino's deildina. Ég var alveg ákveðin í að taka þátt í því,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Enginn erlendur leikmaður lék með Breiðabliki í 1. deildinni í vetur þótt það hafi upphaflega staðið til. „Það stóð alltaf til en svo ákváðum við að flauta það af. Ég taldi það gott fyrir stelpurnar að bera meiri ábyrgð sjálfar inni á vellinum; ekki setja þetta í hendurnar á atvinnumanni og láta hana klára leiki. Þær yrðu þá tilbúnari í úrvalsdeildina eftir ár og ég held að það hafi keppnast mjög vel. Það hafa margar tekið góðum framförum og eru orðnir góðir leikmenn,“ sagði Hildur. Tvö af fjórum liðum í 1. deild kvenna í vetur voru með konur við stjórnvölinn. Hildur stýrði Breiðabliki og Heiðrún Kristmundsdóttir var með lið KR sem endaði í 3. sæti. Hildur vill þó sjá fleiri konur í þjálfun og stjórnunarstörfum. „Við erum of fáar að starfa í kringum íþróttirnar. Það er það sama í öðrum boltagreinum. En það er greinilega fjölgun, við vorum tvær í vetur og stóðum okkur báðar nokkuð vel, held ég. Það er vonandi að það bætist enn fleiri við,“ sagði Hildur en þær Heiðrún fengu mikið hrós frá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs Ak., í pistli sem hann skrifaði á Facebook á sunnudaginn. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. 2. apríl 2017 16:00 Blikastúlkur unnu tvisvar á Akureyri og eru komnar upp í Dominos Breiðablik tryggðu sér sæti í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir fjórtán stiga sigur á deildarmeisturum Þórs á Akureyri, 56-42, en oddaleikur liðanna var spilaður í Síðuskóla á Akureyri. 31. mars 2017 21:06 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir stýrði Breiðabliki upp í Domino's deild kvenna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks. Hún vill fá fleiri konur í þjálfun. „Ég sá strax metnað í liðinu og umgjörðinni í kringum liðið. Ég fékk strax að heyra það þegar ég réð mig hér til starfa að stefnan væri sett á Domino's deildina. Ég var alveg ákveðin í að taka þátt í því,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Enginn erlendur leikmaður lék með Breiðabliki í 1. deildinni í vetur þótt það hafi upphaflega staðið til. „Það stóð alltaf til en svo ákváðum við að flauta það af. Ég taldi það gott fyrir stelpurnar að bera meiri ábyrgð sjálfar inni á vellinum; ekki setja þetta í hendurnar á atvinnumanni og láta hana klára leiki. Þær yrðu þá tilbúnari í úrvalsdeildina eftir ár og ég held að það hafi keppnast mjög vel. Það hafa margar tekið góðum framförum og eru orðnir góðir leikmenn,“ sagði Hildur. Tvö af fjórum liðum í 1. deild kvenna í vetur voru með konur við stjórnvölinn. Hildur stýrði Breiðabliki og Heiðrún Kristmundsdóttir var með lið KR sem endaði í 3. sæti. Hildur vill þó sjá fleiri konur í þjálfun og stjórnunarstörfum. „Við erum of fáar að starfa í kringum íþróttirnar. Það er það sama í öðrum boltagreinum. En það er greinilega fjölgun, við vorum tvær í vetur og stóðum okkur báðar nokkuð vel, held ég. Það er vonandi að það bætist enn fleiri við,“ sagði Hildur en þær Heiðrún fengu mikið hrós frá Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Þórs Ak., í pistli sem hann skrifaði á Facebook á sunnudaginn. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. 2. apríl 2017 16:00 Blikastúlkur unnu tvisvar á Akureyri og eru komnar upp í Dominos Breiðablik tryggðu sér sæti í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir fjórtán stiga sigur á deildarmeisturum Þórs á Akureyri, 56-42, en oddaleikur liðanna var spilaður í Síðuskóla á Akureyri. 31. mars 2017 21:06 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. 2. apríl 2017 16:00
Blikastúlkur unnu tvisvar á Akureyri og eru komnar upp í Dominos Breiðablik tryggðu sér sæti í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir fjórtán stiga sigur á deildarmeisturum Þórs á Akureyri, 56-42, en oddaleikur liðanna var spilaður í Síðuskóla á Akureyri. 31. mars 2017 21:06
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum