Audi stöðvar framleiðslu á A4 og A5 vegna eldsvoða hjá íhlutframleiðanda Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 13:00 Audi A4. Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Í verksmiðju Audi í höfuðstöðvunum í Ingolstadt í Þýskalandi eru framleiddir bílarnir A3, A4, A5, Q2 og Q5, en stöðva hefur þurft framleiðslu á Audi A4 og A5 í fjóra daga vegna eldsvoða sem varð í verksmiðju eins af íhlutaframleiðendum þeim sem útvegar hluti í A4 og A5 bílana. Á hverjum degi eru framleiddir þar 1.400 A4 og A5 bílar og verður því Audi af framleiðslu 5.600 bíla vegna skorts á þessum íhlutum. Af alls 43.000 starfsmönnum í verksmiðjunni fá 8.500 þeirra frí í þessa 4 daga. Audi framleiðir einnig A4 og A5 í verksmiðju sinni í Neckarsulm og þar hefur framleiðslan haldið áfram ótrufluð. Þar eru einnig framleiddir bílarnir A6, A7, A8 og R8.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent