Methagnaður hjá Porsche Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 10:48 Porsche Macan á stóran þátt í mikilli velgengni Porsche um þessar mundir. Volkswagen kynnti niðurstöður rekstrar fyrir árið í fyrra í vikunni og þar kemur í ljós, sem svo oft áður, að hagnaður Porsche er lang mestur á hvern bíl í hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Svo mikill er hagnaður Porsche að ef honum er deilt niður á hvern bíl sést að hann er um 17.250 dollarar, eða 1.925.000 krónur. Fyrir það má kaupa bíl af minni gerðinni. Porsche seldi samtals 238.000 bíla í fyrra, meira en fyrirtækið hefur nokkurn tíma áður gert, og hagnaðurinn af sölu þeirra var 4,1 milljarður dollara, eða 457 milljarðar króna. Forvitnilegt er að bera saman hagnað af hverjum seldum bíl hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Hjá Mercedes Benz og BMW er hagnaður af hverjum seldum bíl um 5.000 dollarar og því hagnast Porsche meira en þrefalt á hverjum seldum bíl. Hjá Toyota er hagnaður af hverjum seldum bíl um 2.800 dollarar. Ein bílgerð hjá Ford hefur nokkra sérstöðu í sköpun hagnaðar, en F-150 pallbíllinn sem er langsöluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum skilar Ford allt að 13.000 dollurum í hagnað á hvern seldan bíl. Á það við um dýrustu útfærslur F-150 pallbílsins. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent
Volkswagen kynnti niðurstöður rekstrar fyrir árið í fyrra í vikunni og þar kemur í ljós, sem svo oft áður, að hagnaður Porsche er lang mestur á hvern bíl í hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen. Svo mikill er hagnaður Porsche að ef honum er deilt niður á hvern bíl sést að hann er um 17.250 dollarar, eða 1.925.000 krónur. Fyrir það má kaupa bíl af minni gerðinni. Porsche seldi samtals 238.000 bíla í fyrra, meira en fyrirtækið hefur nokkurn tíma áður gert, og hagnaðurinn af sölu þeirra var 4,1 milljarður dollara, eða 457 milljarðar króna. Forvitnilegt er að bera saman hagnað af hverjum seldum bíl hjá þýsku lúxusbílaframleiðendunum. Hjá Mercedes Benz og BMW er hagnaður af hverjum seldum bíl um 5.000 dollarar og því hagnast Porsche meira en þrefalt á hverjum seldum bíl. Hjá Toyota er hagnaður af hverjum seldum bíl um 2.800 dollarar. Ein bílgerð hjá Ford hefur nokkra sérstöðu í sköpun hagnaðar, en F-150 pallbíllinn sem er langsöluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum skilar Ford allt að 13.000 dollurum í hagnað á hvern seldan bíl. Á það við um dýrustu útfærslur F-150 pallbílsins.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent