Fjöldi öryrkja ekki í samræmi við framfarir í læknavísindum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar