Fjöldi öryrkja ekki í samræmi við framfarir í læknavísindum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun