Fjöldi öryrkja ekki í samræmi við framfarir í læknavísindum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða læknaferðin endurgreidd Líneik Anna Sævarsdóttir Skoðun Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu Skoðun Í hvaða umboði gætum við framtíðarinnar? Tómas N. Möller Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið er gjarnan sagt vera ?eitt það besta í heimi? og það staðfestir Hagstofan með þessari fyrirsögn: ?Lífslíkur á Íslandi með þeim mestu í Evrópu.? Með bólusetningum hefur því sem næst verið hægt að útrýma lömunarveiki, heyrnarleysi og margri annarri varanlegri örorku. Með bæklunarskurðaðgerðum er hægt að skipta um og laga liðskemmdir sem áður leiddu til örorku. Með augnaðgerðum fá blindir sýn, með heyrnartækjum má laga heyrn og með hjartaþræðingum má lagfæra hjörtu og æðar.Íslendingar eru of greindir í heilbrigðiskerfinu Miðað við þessa upptalningu mætti ætla að heilbrigðiskerfið geti útrýmt örorku meðal Íslendinga sem ekki eru komnir á ellilífeyrisaldur. Raunveruleikinn er allur annar. Öryrkjar eru hlutfallslega tvöfalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Aldrei hafa fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar en á síðasta ári þegar úrskurðir um örorkumat voru 1.796 og fjölgaði um 22%. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar voru örorkulífeyrisþegar 16.765 á árinu 2015. Á árinu 2015 fæddust 4.129 einstaklingar. Fjöldi öryrkja samsvarar fjórum heilum árgöngum og hefur fjöldi þeirra nær fimmfaldast á 30 árum og hlutfall þeirra á aldursbilinu 18-66 ára hefur aukist um 154%, úr 3,5% í 8,9%. Hvernig má það vera að fjöldi öryrkja margfaldast á sama tíma og læknavísindum fleygir fram? Ástæðan hlýtur að vera kerfislæg í þeim kerfum sem sett hafa verið upp til þess að meta örorku og til þess að aðstoða öryrkja við að fá bót meina sinna. Óhuggulegar upplýsingar berast um pilluát Íslendinga og aðrar skyndilausnir. Fjölmiðlar eru undirlagðir af töfralausnum: fæðubótarefnum, vítamínum, ofurfæðu og lyfjum. Lyfjafyrirtækin setja árlega á markað nýjar lausnir í pilluformi við verkjum, ofvirkni, kvíða, svefnleysi og depurð. Öll eru þessi lyf sögð örugg til inntöku og rétt að börn fái viðeigandi lyf frá fæðingu. Íslendingar virðast vera sérstaklega móttækilegir fyrir töfralausnum. Hver man ekki eftir fótanuddtækjunum? Þau voru skaðlaus en það eru ekki örvandi lyf eins og rítalín og skyld lyf sem við notum í margfalt meira magni á Íslandi (260% meira) en í Svíþjóð. Frá embætti landlæknis koma þessar fréttir: ?Þá er Ísland orðið hæst í notkun verkjalyfja, örvandi lyfja, svefnlyfja og róandi lyfja, róandi og kvíðastillandi lyfja og flogaveikilyfja sem öll eru ávanabindandi.Ofnotkun lyfja Margir geta hvorki vaknað, horft framan í daginn eða sofnað án þess að taka viðeigandi pillu. Íslendingar eru greindir með of mörg sjúkdómseinkenni sem lækna á með pilluáti. Að undanförnu hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og birst fréttir um það böl sem ópíumlyf (OxyContin) hafa valdið heilu bæjarfélögunum í Bandaríkjunum. Ópíumlyf hafa valdið dauða 200.000 Bandaríkjamanna á 20 árum. Það samsvarar því að 10 Íslendingar deyi árlega. Það dóu tugir Íslendinga af of stórum skammti ávanabindandi lyfja á árinu 2016. Hlutfallslega er vandinn stærri en í Bandaríkjunum. Það er ekki létt verk að koma á samræmdum lyfjagagnagrunni á Íslandi. Margir læknar hafa til skamms tíma ekki nýtt hann og jafnvel barist gegn honum. Mikilvægt er að landlæknir fái stuðning til þess að þróa grunninn enn frekar og nýta til þess að rannsaka ávísanir á fíkla frá því að fyrsti lyfseðillinn er útfylltur þar til lyfjafíkill finnst látinn af of stórum lyfjaskammti. Stöndum með landlækni við að taka þéttar í taumana og herða eftirlit (viðurlög) með þeim sem mest vísa á vanabindandi lyf. P.S. Auk þess legg ég til að rannsökuð verði örlög rítalínbarna miðað við önnur (of)virk börn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar