Audi A3 e-tron ódýrari hér en í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 15:30 Audi A3 e-tron Algengt er að bílar frá Evrópu séu ódýrari í Bandaríkjunum en í upprunalandinu og hefur mörgum þótt það súr staðreynd. Þó eru dæmi um það þveröfuga og það meira að segja í samaburði hérlendis. Eitt dæmi um það er Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn sem kostar 40.000 dollara vestanhafs, eða 4,5 milljónir, en hann kostar 4,1 milljón króna í Heklu. Þessu má að einhverju leiti þakka hagstæðri skattlagningu á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi nú, en engin vörugjöld né virðisaukaskattur er af slíkum bílum upp að 6 milljón króna verði slíkra bíla. Eitt kemur þó á móti í Bandaríkjunum, en kaupendur slíkra bíla njóta endurgreiðslu frá hinu opinbera og eru þær þó mismunandi á milli ríkja, minna af tengiltvinnbílum þó en af hreinræktuðum rafmagnsbílum. Margir kaupendur nýrra bíla hafa áttað sig á þessu hérlendis, enda er góð sala í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum nú. Er það vel í þeirri viðleitni að ná niður útblástri bílaflotans hér. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent
Algengt er að bílar frá Evrópu séu ódýrari í Bandaríkjunum en í upprunalandinu og hefur mörgum þótt það súr staðreynd. Þó eru dæmi um það þveröfuga og það meira að segja í samaburði hérlendis. Eitt dæmi um það er Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn sem kostar 40.000 dollara vestanhafs, eða 4,5 milljónir, en hann kostar 4,1 milljón króna í Heklu. Þessu má að einhverju leiti þakka hagstæðri skattlagningu á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi nú, en engin vörugjöld né virðisaukaskattur er af slíkum bílum upp að 6 milljón króna verði slíkra bíla. Eitt kemur þó á móti í Bandaríkjunum, en kaupendur slíkra bíla njóta endurgreiðslu frá hinu opinbera og eru þær þó mismunandi á milli ríkja, minna af tengiltvinnbílum þó en af hreinræktuðum rafmagnsbílum. Margir kaupendur nýrra bíla hafa áttað sig á þessu hérlendis, enda er góð sala í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum nú. Er það vel í þeirri viðleitni að ná niður útblástri bílaflotans hér.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent