„Hættulegt“ að þvinga lífeyrissjóðina út Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2017 14:18 Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Valli/Eyþór Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar. Víglínan Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þau Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórey S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða mættu í Víglínuna og ræddu stöðu lífeyrissjóða. Þá sérstaklega með tilliti til gjaldeyrishafta og til stærðar sjóðanna í íslensku atvinnulífi. Óli Björn var með sérstaka umræðu um lífeyrissjóðina á þinginu í vikunni, en hann segir það skipta Íslendinga verulega miklu máli að þeim takist vel til. Honum finnst lífeyrissjóðirnir vera orðnir of stórir í atvinnulífinu. „Það er varla til sú hugmynd í fjárfestingarverkefnum, öðruvísi en að það sé bent á lífeyrissjóðina. Það skiptir ekki máli hvort að það eru bankar til sölu, eða fara eigi í innviðafjárfestingu eða hvað sem er. Það endar allt á lífeyrissjóðunum vegna þess að það er auðvitað þar sem að mestu fjármunirnir eru til staðar.“ Hann telur það óheppilegt að lífeyrissjóðirnir séu jafn umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru. Skýringin á því sé að þeir hafi ekki haft marga möguleika til að ávaxta peninga sína vegna fjármagnshöftunum. Óli Björn vill sjá lífeyrissjóðina taka ákveðin skref í fjárfestingum erlendis. Þórey segir sjóðina vera stóra og öfluga og að Íslendingar geti verið stoltir af kerfinu. Hún segir það það að umræða og umgjörð í kringum kerfið sé góð og vönduð skipta mjög miklu máli. Hún þurfi einnig að vera yfirveguð. Hagsmunir þjóðfélagsins og lífeyrissjóðanna fari svolítið saman. „Lífeyrissjóðirnir voru náttúrulega búnir að vera lengi í höftum. Það er gríðarlega mikilvægt til lengri tíma litið að sjóðir dreifi ávöxtun og að fara út með fjármagn í því fellst áhættudreifing. Sjóðirnir voru mjög heftir á Íslandi og þurftu eingöngu að fjárfesta hér og leita eftir fjárfestarkostum,“ sagði Þórey. Hún segist telja hættulegt að þrýsta á lífeyrissjóðina til að fjárfesta meira erlendis. Hagsmunir lífeyrissjóðina og almennings felist í stöðugleika. Víglínuna má sjá hér að neðan, en Óli og Þórey eru fyrstu gestir Heimis Más Péturssonar.
Víglínan Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira