San Antonio burstaði Cleveland sem missti efsta sætið í austrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2017 07:30 San Antonio Spurs tók NBA-meistara Cleveland Cavaliers og pakkaði þeim saman, 103-74, á heimavelli sínum í nótt en frammistaðan var sú allra lélegasta hjá LeBron James og félögum á tímabilinu. Cleveland hefur ekki skorað færri stig allt tímabilið en liðið var án LeBron James allan fjórða leikhlutann eftir að hann fór út af meiddur undir lok þess þriðja. Hann skoraði 17 stig áður en hann fór af velli. Meistararnir, sem eru búnir að verma efsta sæti austursins allt frá upphafi leiktíðar, eru ekki lengur efstir en þeir misstu toppsætið til Boston Celtics. Á meðan Boston (48-26) er búið að vinna átta af síðustu tíu er Cleveland (47-26) aðeins búið að vinna fimm af síðustu tíu leikjum sínum. Spennan magnast í vestrinu en þar er Spurs (57-16) nú aðeins tveimur sigrum á eftir Golden State Warriors (59-14) í baráttunni um efsta sætið og besta árangurinn í allri deildinni. Þessi lið mætast í safaríkum leik aðfaranótt fimmtudags. Kawhi Leonard heldur áfram að spila eins og engill fyrir San Antonio en hann skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í nótt en stóru mennirnir LaMarcus Aldridge og Pau Gasol bættu báðir við fjórtán stigum. Russell Westbrook hélt svo uppteknum hætti fyrir Oklahoma City Thunder í nótt og bauð upp á þrennu með 37 stigum, þrettán fráköstum og tíu stoðsendingum í 92-91 sigri á Dallas Mavericks. Westbrook er búinn að ná 37 þrennum á tímabilinu, þar af þremur í röð og vantar fjórar í síðustu níu leikjunum til að jafna met Oscar Robertsson frá árinu 1962. Að þessu sinni skilaði þrenna Westbrooks einhverju fyrir Oklahoma en liðið skoraði fjórtán síðustu stigin í leiknum og vann eftir magnaðan endasprett. Westbrook skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Orlando Magic 131-112 NY Knicks - Detroit Pistons 109-95 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 103-74 Dallas Mavericks - OKC Thunder 91-92 Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 91-90 Utah Jazz - New Orleans Pelicans 109-100 NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
San Antonio Spurs tók NBA-meistara Cleveland Cavaliers og pakkaði þeim saman, 103-74, á heimavelli sínum í nótt en frammistaðan var sú allra lélegasta hjá LeBron James og félögum á tímabilinu. Cleveland hefur ekki skorað færri stig allt tímabilið en liðið var án LeBron James allan fjórða leikhlutann eftir að hann fór út af meiddur undir lok þess þriðja. Hann skoraði 17 stig áður en hann fór af velli. Meistararnir, sem eru búnir að verma efsta sæti austursins allt frá upphafi leiktíðar, eru ekki lengur efstir en þeir misstu toppsætið til Boston Celtics. Á meðan Boston (48-26) er búið að vinna átta af síðustu tíu er Cleveland (47-26) aðeins búið að vinna fimm af síðustu tíu leikjum sínum. Spennan magnast í vestrinu en þar er Spurs (57-16) nú aðeins tveimur sigrum á eftir Golden State Warriors (59-14) í baráttunni um efsta sætið og besta árangurinn í allri deildinni. Þessi lið mætast í safaríkum leik aðfaranótt fimmtudags. Kawhi Leonard heldur áfram að spila eins og engill fyrir San Antonio en hann skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í nótt en stóru mennirnir LaMarcus Aldridge og Pau Gasol bættu báðir við fjórtán stigum. Russell Westbrook hélt svo uppteknum hætti fyrir Oklahoma City Thunder í nótt og bauð upp á þrennu með 37 stigum, þrettán fráköstum og tíu stoðsendingum í 92-91 sigri á Dallas Mavericks. Westbrook er búinn að ná 37 þrennum á tímabilinu, þar af þremur í röð og vantar fjórar í síðustu níu leikjunum til að jafna met Oscar Robertsson frá árinu 1962. Að þessu sinni skilaði þrenna Westbrooks einhverju fyrir Oklahoma en liðið skoraði fjórtán síðustu stigin í leiknum og vann eftir magnaðan endasprett. Westbrook skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Orlando Magic 131-112 NY Knicks - Detroit Pistons 109-95 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 103-74 Dallas Mavericks - OKC Thunder 91-92 Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 91-90 Utah Jazz - New Orleans Pelicans 109-100
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira