Þingmaður biður þjóðina afsökunar vegna stuðnings við United Silicon Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 14:47 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götur fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljón króna stuðninig skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir tekjuviðmiðum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða enngin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík og er í allskonar málarekstri við verkalýðsforustuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið,“ sagði Ásmundur á þingi í dag. Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur mikið verið til umfjöllunar á síðustu vikum og mánuðum, ekki síst eftir að greint var frá því að arsenmengun í grennd við verksmiðjuna er um tuttugufalt meiri en er heimilt samkvæmt starfsleyfi verksmiðjunnar. Vilja yfirvöld í Reykjanesbæ að starfsemi verksmiðjunnar verði stöðvuð þangað til að búið sé að ráðast í þær úrbætur sem þörf er á.Sjá einnig:„Heilsa íbúa gengur fyrir“Í ræðu sinni sagði Ásmundur að sér væri illa brugðið að frétta mengunarvandamálum og sviknum loforðum sem hann sagði einkenna upphaf starfseminnar sem hófst seint á síðasta ári. Rakti hann hvernig fyrirtækið hafði tryggt sér ýmisskonar fyrirgreiðslu með afslætti á sköttum og gjöldum, þar á meðal að fyrirtækið greiddi að hámarki fimmtán prósent tekjuskatt. Þá sagði hann að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum samkvæmt launataxta sem væri undir tekjuviðmiðum og kæmi sér upp fyrir lágmarkslaun með því að greiða 65 þúsund krónur í bónus á dagvinun á mánuði. Með því greiddi United Silicon starfsmönnum sínum 450 þúsund krónur á mánuði en sambærileg laun í álverum væru um 6-700 þúsund á mánuði. „Fyrirtækið sem þannig kemur fram við starfsfólk sitt og samfélag og umhverfi í tráss við gefin loforð á sér ekki bjarta framtíð.“ Tengdar fréttir United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49 Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi forsvarsmenn fyrirtækisins United Silicon harðlega á Alþingi í dag. Bað hann íslensku þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götu fyrirtækisins á sínum tíma. „Ég sem þingmaður vill biðja þjóðina afsökunar á því að hafa greitt götur fyrirtækis sem fengið hefur hundruð milljón króna stuðninig skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir tekjuviðmiðum í landinu. Þá hefur fyrirtækið lítil eða enngin tök á mengun frá rekstri fyrirtækisins í Helguvík og er í allskonar málarekstri við verkalýðsforustuna, fyrirtæki og bæjarfélagið og vinnur hvorki með eða fyrir samfélagið,“ sagði Ásmundur á þingi í dag. Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur mikið verið til umfjöllunar á síðustu vikum og mánuðum, ekki síst eftir að greint var frá því að arsenmengun í grennd við verksmiðjuna er um tuttugufalt meiri en er heimilt samkvæmt starfsleyfi verksmiðjunnar. Vilja yfirvöld í Reykjanesbæ að starfsemi verksmiðjunnar verði stöðvuð þangað til að búið sé að ráðast í þær úrbætur sem þörf er á.Sjá einnig:„Heilsa íbúa gengur fyrir“Í ræðu sinni sagði Ásmundur að sér væri illa brugðið að frétta mengunarvandamálum og sviknum loforðum sem hann sagði einkenna upphaf starfseminnar sem hófst seint á síðasta ári. Rakti hann hvernig fyrirtækið hafði tryggt sér ýmisskonar fyrirgreiðslu með afslætti á sköttum og gjöldum, þar á meðal að fyrirtækið greiddi að hámarki fimmtán prósent tekjuskatt. Þá sagði hann að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum samkvæmt launataxta sem væri undir tekjuviðmiðum og kæmi sér upp fyrir lágmarkslaun með því að greiða 65 þúsund krónur í bónus á dagvinun á mánuði. Með því greiddi United Silicon starfsmönnum sínum 450 þúsund krónur á mánuði en sambærileg laun í álverum væru um 6-700 þúsund á mánuði. „Fyrirtækið sem þannig kemur fram við starfsfólk sitt og samfélag og umhverfi í tráss við gefin loforð á sér ekki bjarta framtíð.“
Tengdar fréttir United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49 Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45 „Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58 Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00 Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
United Silicon segir að að leita þurfi að upptökum mengunarinnar víðar en hjá verksmiðjunni Notkun flugelda um áramót kann að geta skýrt hátt gildi arsenmengunar að mati stjórnenda United Silicon. 27. mars 2017 16:49
Verksmiðja United Silicon sú eina sem liggur undir grun Umhverfisstofnun tengir uppsprettu arsenmengunar við ekkert annað en verksmiðju United Silicon í Helguvík. 28. mars 2017 11:45
„Heilsa íbúa gengur fyrir“ Fulltrúar Umhverfisstofnunar munu fara á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar á fimmtudaginn þar sem staða og mengun verksmiðju United Silicon verður rædd. 27. mars 2017 13:58
Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun „Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfisstofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. 28. mars 2017 07:00
Gagnrýndu fjarveru umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjarveru Bjartar Ólafsdóttur, umhverfisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en boðað hafði verið að ráðherrann sæti fyrir svörum á þingfundi í dag. 27. mars 2017 15:31
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent