Skýrslan um Matvælastofnun Árni Stefán Árnason skrifar 29. mars 2017 15:09 Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Birt hefur verið skýrsla um starfshætti Matvælastofnunar. Verkið virkar eins og meðalgóð Ba ritgerð um afmarkað stjórnsýsluverkefni. Ekkert í skýrslunni er nýtt. Meginatriðin og niðurstaðan hafa verið þekkt síðan a.m.k. 2011 þegar mín eigin ritgerð, meistararitgerð í lögfræði um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga var birt og gerð öllum aðgengileg. Hin nýja skýrsla ber þess merki að höfundar hafi haft skamman tíma til að kynna sér efnið, virðast valdir hafa handahófi en þegið góða búbót enda reikna ég með að kostnaður hafi fylgt verkinu fyrir ríkissjóð. Starfshætti Matvælastofnunar á sviði dýravelferðar er útilokað að kynna sér á nokkrum vikum. Til þess þurfti greinarhöfundur 18 mánuði vegna framangreindrar ritgerðar. Skýrsluhöfundar eru varfærnir og því undir sömu sök seldir og Matvælastofnun. Þeir sneiða hjá aðalatriðum þ.e. hvar hin endanlega ábyrgð illrar meðferðar dýra, sem eiga, að lúta vernd laga liggur. Hún liggur hjá þeim ráðherrum, sem voru í brúnni þegar hinir hrottalegu atburðir áttu sér stað, forstjóra Matvælastofnunar, yfirdýralæknum og umráðamönnum fórnarlambanna og auðvitað eftirlitsaðila framkvæmdavaldsins, alþingi. Ef grannt er skoðað skv. dýravelferðarlögum, refsiverð háttsemi, sem heimfæra má á marga þessa aðila ef málsatvik eru rannsökuð af nákvæmni og þess sama gætt við beitingu laga. „Við drögum af þessu lærdóm,“ eru viðbrögð ráðherra. Honum skal sagt að opinberir starfsmenn, sem heyra undir ráðuneyti eru ekki í stöðum sínum til að draga lærdóm af öllu því, sem misferst í framkvæmd laga heldur til að sinna faglegri framkvæmd þeirra! Þeir, sem hafa orðið uppvísir að öðru eru ekki starfi sínu vaxnir. Þetta ætti ráðherrann Þorgerður Katrín að vita, sem lögfræðingur. Flugstjóri sem brotlendir flugvél vegna handvammar missir að öllum líkindum vinnu sína, lifi hann slysið af. Gerðar hafa verið margar tilraunir af hálfu alþingis, í lögum, að færa eftirlit með dýravernd á milli ýmissa stofnana og ætíð hefur sama staða komið upp. Eftirlitið stendur ekki undir nafni og dýr þjást. Allar tilraunir til betrumbóta hafa mistekist. Ábendingar um praktískar lausnir í þessum efnum hefur alþingi ekki hlustað á og gagnrýni um hvað má betur fara taka eftirlitsstofnanir á Íslandi almennt ekki alvarlega, að því er virðist. Yfirmenn líta á slíkt, sem persónulega árás og snúast til varnar. Erlendis og þar sem siðuð stjórnmál eru stunduð yrðu yfirmenn, sem gerst hafa sekir um alvarlega handvömm og leitt hefur af sér illa meðferð dýra, látnir taka pokann sinn. Ekki á Íslandi.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar