Viðskipti innlent

Forvitni Íslendinga um afdrif krónunnar olli vandræðum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Síðan hrundi í um átta mínútur.
Síðan hrundi í um átta mínútur. Vísir/Getty
Keldan, upplýsingasíða þar sem nálgast má upplýsingar um stöðu á fjármálamörkuðum, hrundi um skamma hríð í dag vegna mikilla fjölda heimsókna. Íslendingar virðast því hafa verið afar forvitnir um áhrif afnám hafta á gengi krónunnar og hlutabréfa.

Samkvæmt upplýsingum frá Kóða ehf., sem rekur Kelduna, var síðan niðri í um átta mínútur í dag. Þar á bæ hafa menn sjaldan séð jafn miklar aðsóknartölur en á hádegi í dag höfðu um tvöfalt fleiri heimsótt síðuna en á venjulegum degi. Flestir til þess að skoða upplýsingar um gengi hlutabréfa og gjaldmiðla.

Ríkisstjórnin tilkynnti í gær um að frá og með morgundeginum yrðu fjármagnshöft að fullu afnumin. Reiknað var með að áætlanirnar myndu hafa áhrif á gengi krónunnar sem og virði hlutabréfa en hversu mikið var erfitt að spá um.

Íslendingar virðast því hafa leitað til Keldunnar til þess að nálgast þær upplýsingar. Það sem af er degi hefur Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur sigið um sem nemur þremur til fjórum prósentum. Þá hafa bréf í flestum fyrirtækja á markaði hækkað nokkuð, þá sérstaklega í útflutningsfyrirtækjum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×