Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. mars 2017 14:41 Donald Trump er alveg óhræddur við að segja sína skoðun og það getur haft sínar afleiðingar. Vísir/Getty Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. Hagfræðingar reikna með að um sex milljón færri ferðamenn muni ferðast til Bandaríkjanna á þessu ári en undanfarin ár.Fjallað er um þessa þróun á vef Los Angeles Times. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem segjast finna mjög fyrir því að minni eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Er þar rætt við framkvæmdastjóra rútufyrirtækis sem sérhæfir sig í að selja skoðunarferðir frá Kanada til New York. Segir hann að í venjulegum marsmánuði séu um 200-300 ferðamenn sem fari í ferðir fyrirtækisins. Það sem af er mars hafi hins vegar aðeins ellefu keypt miða í ferðir fyrirtækisins til New York. Ljóst sé að ferðamenn séu hræddir við að ferðast til Bandaríkjanna.Reiknað er með að um 300 þúsund færri ferðamenn muni ferðast til New York í ár.Vísir/Getty6,3 milljónir færri ferðamenn á árinu Ferðabann Donald Trump á ferðir ríkisborgara frá sjö ríkjum í Afríku og Miðausturlöndum hefur haft sín áhrif og þá sérstaklega frásagnir af því hvernig múslimar frá þessum ríkjum, sem og öðrum, var tekið á flugvöllum Bandaríkjanna. Voru þeir oftar en ekki teknir afsíðis í lengri tíma í yfirheyrslur án þess að hafa til saka unnið. Skemmst er að minnast máls velska kennarans, Juhel Miah, sem var vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi eftir að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna, án þess að gefa nánari skýringar á því. Hagfræðistofan Tourism Economics spáir því að ferðamönnum til Bandaríkjanna muni fækka um 6,3 milljónir á árinu miðað við þau gögn sem þau hafa undir höndum frá ferðaþjónustuaðilum og flugfélögum. Reikna hagfræðingarnir með því að um 90 þúsund störf muni tapast vegna þess. Framkvæmdastjóri Tourism Economics rekur ástæðuna til þess að ferðaþjónustufyrirtæki þrífist á því að byggja upp jákvætt orðspor fyrir áfangastaði sína. Orðræðra Trump, sem byggist á miklu leyti á því að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, og stefna hans í innflytjendamálum, sem og öðrum málum, geri það að verkum að ferðamönnum finnist þeir ekki vera velkomnir til Bandaríkjanna.Sjá má umfjöllun LA Times hér. Tengdar fréttir Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. Hagfræðingar reikna með að um sex milljón færri ferðamenn muni ferðast til Bandaríkjanna á þessu ári en undanfarin ár.Fjallað er um þessa þróun á vef Los Angeles Times. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem segjast finna mjög fyrir því að minni eftirspurn sé eftir þjónustu þeirra. Er þar rætt við framkvæmdastjóra rútufyrirtækis sem sérhæfir sig í að selja skoðunarferðir frá Kanada til New York. Segir hann að í venjulegum marsmánuði séu um 200-300 ferðamenn sem fari í ferðir fyrirtækisins. Það sem af er mars hafi hins vegar aðeins ellefu keypt miða í ferðir fyrirtækisins til New York. Ljóst sé að ferðamenn séu hræddir við að ferðast til Bandaríkjanna.Reiknað er með að um 300 þúsund færri ferðamenn muni ferðast til New York í ár.Vísir/Getty6,3 milljónir færri ferðamenn á árinu Ferðabann Donald Trump á ferðir ríkisborgara frá sjö ríkjum í Afríku og Miðausturlöndum hefur haft sín áhrif og þá sérstaklega frásagnir af því hvernig múslimar frá þessum ríkjum, sem og öðrum, var tekið á flugvöllum Bandaríkjanna. Voru þeir oftar en ekki teknir afsíðis í lengri tíma í yfirheyrslur án þess að hafa til saka unnið. Skemmst er að minnast máls velska kennarans, Juhel Miah, sem var vísað frá borði flugvélar Icelandair hér á landi eftir að bandarísk yfirvöld vildu ekki leyfa honum að koma til Bandaríkjanna, án þess að gefa nánari skýringar á því. Hagfræðistofan Tourism Economics spáir því að ferðamönnum til Bandaríkjanna muni fækka um 6,3 milljónir á árinu miðað við þau gögn sem þau hafa undir höndum frá ferðaþjónustuaðilum og flugfélögum. Reikna hagfræðingarnir með því að um 90 þúsund störf muni tapast vegna þess. Framkvæmdastjóri Tourism Economics rekur ástæðuna til þess að ferðaþjónustufyrirtæki þrífist á því að byggja upp jákvætt orðspor fyrir áfangastaði sína. Orðræðra Trump, sem byggist á miklu leyti á því að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, og stefna hans í innflytjendamálum, sem og öðrum málum, geri það að verkum að ferðamönnum finnist þeir ekki vera velkomnir til Bandaríkjanna.Sjá má umfjöllun LA Times hér.
Tengdar fréttir Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Velski kennarinn sem vísað var frá borði í Keflavík: „Mér leið eins og glæpamanni“ Velskum kennara sem vísðað var frá borði flugvélar í Keflavík þann 16. febrúar síðastliðinn þar sem hann var á leið til Bandaríkjanna segir í samtali við breska fjölmiðla að sér hafi liðið eins og glæpamanni. Hann hafi verið svo áhyggjufullur vegna þess sem gerðist að hann hafi hvorki borðað né sofið í tvo daga. 21. febrúar 2017 08:36