Einn hönnuða lithium-ion rafhlaða þróar tímamótarafhlöðu Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 10:24 John Goodenough lætur háan aldur ekki stöðva sig í frekari uppgötvunum á sviði rafhlaða. Það sannast hér enn og aftur að hár aldur kemur ekki í veg fyrir starfsgetu og hæfileika fólks en hinn 94 ára gamli John Goodenough leiðir nú hóp sérfræðinga sem þróað hafa nýjar og betri rafhlöður fyrir bíla. John Goodenough var einn þeirra er stóð að þróun lithium-ion rafhlöðunnar. Þessar nýju rafhlöður eru að stórum hluta framleiddar úr gleri, geta geymt þrisvar sinnum meiri orku og virka mun betur í kulda, eða allt að -60 gráðu kulda. Auk þess hafa þau betri endingartíma en núverandi gerð lithium-ion rafhlaða, en slíkar rafhlöður eru notaðar í nær allar gerðir rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla nútímans. Nýja rafhlaðan hitnar ekki eins mikið og lithium-ion rafhlöður og hlaða má hana mun hraðar. Ekki þarf að efast um kosti nýrrar rafhlöðu með þrefalt orkumagn er kemur að þyngd bílanna sem þau eru sett í. Helsti ókostur núverandi rafhlaða er þyngd þeirra og mikið unnið með að létta þær þrefalt. Með alla þessa kosti nýju rafhlöðunnar eru helstu ókostir rafhlaða í bílum yfirstignar, að sögn John Goodenough. Ekki er ljóst hversu langt þróun hans og vinnuhópsins er komin og hversu langt er að bíða þess að sjá þessar nýju rafhlöður í nýjum bílum. Þó mun stutt í að prófanir hefjist á bílum með þessar rafhlöður. Lengra er þó í fjöldaframleiðslu bíla með þeim. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Það sannast hér enn og aftur að hár aldur kemur ekki í veg fyrir starfsgetu og hæfileika fólks en hinn 94 ára gamli John Goodenough leiðir nú hóp sérfræðinga sem þróað hafa nýjar og betri rafhlöður fyrir bíla. John Goodenough var einn þeirra er stóð að þróun lithium-ion rafhlöðunnar. Þessar nýju rafhlöður eru að stórum hluta framleiddar úr gleri, geta geymt þrisvar sinnum meiri orku og virka mun betur í kulda, eða allt að -60 gráðu kulda. Auk þess hafa þau betri endingartíma en núverandi gerð lithium-ion rafhlaða, en slíkar rafhlöður eru notaðar í nær allar gerðir rafmagnsbíla og Plug-In-Hybrid bíla nútímans. Nýja rafhlaðan hitnar ekki eins mikið og lithium-ion rafhlöður og hlaða má hana mun hraðar. Ekki þarf að efast um kosti nýrrar rafhlöðu með þrefalt orkumagn er kemur að þyngd bílanna sem þau eru sett í. Helsti ókostur núverandi rafhlaða er þyngd þeirra og mikið unnið með að létta þær þrefalt. Með alla þessa kosti nýju rafhlöðunnar eru helstu ókostir rafhlaða í bílum yfirstignar, að sögn John Goodenough. Ekki er ljóst hversu langt þróun hans og vinnuhópsins er komin og hversu langt er að bíða þess að sjá þessar nýju rafhlöður í nýjum bílum. Þó mun stutt í að prófanir hefjist á bílum með þessar rafhlöður. Lengra er þó í fjöldaframleiðslu bíla með þeim.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent