Verður þetta dýrasti Fiatinn? Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 16:11 Dýrasti Fiat bíll sem seldur hefur verið fór á 127 milljónir króna á uppboði árið 2015 og var 1953 árgerð 8V Cabriolet hönnuðum af Vignale. Þessi bíll, sem er af sömu árgerð og af gerðinni 8V Supersonice hönnuðum af Ghia fer brátt á uppboð hjá RM Southeby í Bandaríkjunum og er búist við að 1,9 milljónir dollara fáist fyrir hann, eða 205 milljónir króna. Það myndi gera hann að langdýrasta Fiat bíl sem selst hefur. Hann er líka í fullkomnu ásigkomulagi. Fiat framleiddi aðeins 15 eintök af þessum bíl og þessi bíll var sá tíundi í röðinni. Hér fer því sannarlega söfnunareintak og það af fegurri gerðinni. Þessi sami bíll stóð á pöllunum hjá Fiat á bílasýningunni í Genf árið 1954. Þessi bíll var síðan fluttur til Bandaríkjanna af formanni stjórnar Chrysler, K.T. Keller, en ekki kemur fram hvenær. Bíllinn var fyrir það í eigu Paul Lazaros sem færði hann í þá í fullkomið ástand og árið 2007 fékk hann aftur mikla yfirhalningu og var vél og skipting bílsins endurbyggð, sem og fjöðrun og innrétting. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent
Dýrasti Fiat bíll sem seldur hefur verið fór á 127 milljónir króna á uppboði árið 2015 og var 1953 árgerð 8V Cabriolet hönnuðum af Vignale. Þessi bíll, sem er af sömu árgerð og af gerðinni 8V Supersonice hönnuðum af Ghia fer brátt á uppboð hjá RM Southeby í Bandaríkjunum og er búist við að 1,9 milljónir dollara fáist fyrir hann, eða 205 milljónir króna. Það myndi gera hann að langdýrasta Fiat bíl sem selst hefur. Hann er líka í fullkomnu ásigkomulagi. Fiat framleiddi aðeins 15 eintök af þessum bíl og þessi bíll var sá tíundi í röðinni. Hér fer því sannarlega söfnunareintak og það af fegurri gerðinni. Þessi sami bíll stóð á pöllunum hjá Fiat á bílasýningunni í Genf árið 1954. Þessi bíll var síðan fluttur til Bandaríkjanna af formanni stjórnar Chrysler, K.T. Keller, en ekki kemur fram hvenær. Bíllinn var fyrir það í eigu Paul Lazaros sem færði hann í þá í fullkomið ástand og árið 2007 fékk hann aftur mikla yfirhalningu og var vél og skipting bílsins endurbyggð, sem og fjöðrun og innrétting.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent