PSA að klára kaupin á Opel frá GM Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2017 10:40 Allar líkur eru á því að Opel sameinist Peugeot Citroën fjölskyldunni. Allt stefnir í að PSA Peugeot-Citroën kaupi Opel af General Motors og með því verði til annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu á eftir Volkswagen. Búist er við því að kaupin verði undirrituð snemma í næstu viku. Helgin framundan verður notuð til að hnýta alla lausa enda með það að markmiðið að tilkynna um kaupin á mánudaginn. Þó gæti mikið flækjustig tafið endanleg kaup, er haft eftir viðsemjendum. Snýr það einna helst að lífeyrisgreiðslum starfsmanna Opel og Vauxhall og vantar víst um 950 milljarða króna í eftirlaunasjóð GM til að standa undir greiðslum til þeirra í framtíðinni. PSA Peugeot-Citroën sér fyrir sér talsverð jákvæð samlegðaráhrif af sameiningu Opel/Vauxhall við framleiðslu samhliða Peugeot og Citroën bíla og sameiginleg íhlutakaup ættu strax að geta sparað 2 milljarða Evra á ári. Þá felst einnig mikill sparnaður í því að fækka í yfirstjórn fyrirtækjanna allra við sameininguna. Forstjóri PSA, Carlos Tavarer ætlar að meðhöndla Opel/Vauxhall með sama hætti og hann gerði svo vel með Peugeot og Citroën, en honum tókst að snúa taprekstri þeirra uppí góðan hagnað. Tavares ætlar einnig að víkka út markaðssvæði Opel, en GM hefur hingað til haldið merkinu frá ýmsum mörkuðum til að vernda önnur bílamerki GM þar. Með sameiningu PSA og Opel/Vauxhall verður til framleiðandi á 5 milljónum bíla á ári og verður því um það bil hálfdrættingur á við Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Allt stefnir í að PSA Peugeot-Citroën kaupi Opel af General Motors og með því verði til annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu á eftir Volkswagen. Búist er við því að kaupin verði undirrituð snemma í næstu viku. Helgin framundan verður notuð til að hnýta alla lausa enda með það að markmiðið að tilkynna um kaupin á mánudaginn. Þó gæti mikið flækjustig tafið endanleg kaup, er haft eftir viðsemjendum. Snýr það einna helst að lífeyrisgreiðslum starfsmanna Opel og Vauxhall og vantar víst um 950 milljarða króna í eftirlaunasjóð GM til að standa undir greiðslum til þeirra í framtíðinni. PSA Peugeot-Citroën sér fyrir sér talsverð jákvæð samlegðaráhrif af sameiningu Opel/Vauxhall við framleiðslu samhliða Peugeot og Citroën bíla og sameiginleg íhlutakaup ættu strax að geta sparað 2 milljarða Evra á ári. Þá felst einnig mikill sparnaður í því að fækka í yfirstjórn fyrirtækjanna allra við sameininguna. Forstjóri PSA, Carlos Tavarer ætlar að meðhöndla Opel/Vauxhall með sama hætti og hann gerði svo vel með Peugeot og Citroën, en honum tókst að snúa taprekstri þeirra uppí góðan hagnað. Tavares ætlar einnig að víkka út markaðssvæði Opel, en GM hefur hingað til haldið merkinu frá ýmsum mörkuðum til að vernda önnur bílamerki GM þar. Með sameiningu PSA og Opel/Vauxhall verður til framleiðandi á 5 milljónum bíla á ári og verður því um það bil hálfdrættingur á við Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent