Hafa unnið að komu H&M í um fjögur ár Haraldur Guðmundsson skrifar 9. mars 2017 14:40 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri fasteignafélagsins Regins, eiganda Smáralindar. Vísir/GVA Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa unnið að komu H&M hingað til lands í rúmlega þrjú og hálft ár. Reginn, sem á meðal annars Smáralindina, eyddi „miklum fjármunum“ í að útbúa vönduð gögn til að selja sænska fatarisanum hugmyndina um að opna hér á landi. Þá reyndi félagið að fá H&M til að opna í verslunarmiðstöðinni, í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri áður en kæmi að Kringlunni. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag. Helgi segir þar að fasteignafélagið hafi fengið alþjóðlegan ráðgjafa til að aðstoða fyrirtækið við að sannfæra forsvarsmenn H&M. „Við sögðum við þá: Þið byrjið í Smáralind, þið komið inn í miðbæ næst, við eigum verslunarrýmið þar, komið svo í Kringluna og svo til Akureyrar. [...] Auðvitað reyndum við að fá þá til að koma í Kringluna seinast, það gekk ekki alveg, en þeir keyptu þessa hugmynd,“ segir Helgi. Kringlan er að stærstum hluta í eigu fasteignafélagsins Reitir, samkeppnisaðila Regins. Áður en Reginn tilkynnti í júlí síðastliðnum um samkomulagið við H&M hafði verið þrálátur orðrómur um að sænska fataverslunin myndi opna í Smáralind. Stjórnendur Regins og Smáralindar þvertóku aftur á móti fyrir það að viðræður væru í gangi. DV greindi svo frá áformum H&M hér á landi í apríl í fyrra og að formlegar viðræður hefðu hafist skömmu áður. Þremur mánuðum síðar tilkynnti Reginn um opnun H&M í Smáralind og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og síðar kom í ljós að þriðja verslunin yrði opnuð í Kringlunni. „Svo allt í einu gerist það fyrir tæpum tveimur árum síðan að við verðum vör við að eitthvað er að gerast. Þá fórum við að heyra frá aðilum hérna á markaðnum að menn voru byrjaðir að vera varir við H&M. Þá voru okkar kynningar og okkar þrýstingur kominn inn á stjórnarborðið hjá H&M og þá gerðist allt mjög hratt, þeir keyptu hugmyndina og komu til Íslands,“ segir Helgi. „Við náðum ágætum samningum að okkar mati, þetta eru langir samningar og hagstæðir, við erum sátt við það. Að ná hérna inn flaggskipinu í Smáralind, það var sigurinn. Hérna verður stærsta verslunin, síðan kemur verslunin í Kringlunni og síðan miðbærinn, þannig að þeir koma ofboðslega sterkt inn á markaðinn.“ Tengdar fréttir H&M opnar síðsumars 2017 Von er á tveimur H&M verslunum í Smáralind og á Hafnartorgi á næsta ári. 28. september 2016 10:15 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa unnið að komu H&M hingað til lands í rúmlega þrjú og hálft ár. Reginn, sem á meðal annars Smáralindina, eyddi „miklum fjármunum“ í að útbúa vönduð gögn til að selja sænska fatarisanum hugmyndina um að opna hér á landi. Þá reyndi félagið að fá H&M til að opna í verslunarmiðstöðinni, í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri áður en kæmi að Kringlunni. Þetta segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í viðtali við Viðskiptablaðið í dag. Helgi segir þar að fasteignafélagið hafi fengið alþjóðlegan ráðgjafa til að aðstoða fyrirtækið við að sannfæra forsvarsmenn H&M. „Við sögðum við þá: Þið byrjið í Smáralind, þið komið inn í miðbæ næst, við eigum verslunarrýmið þar, komið svo í Kringluna og svo til Akureyrar. [...] Auðvitað reyndum við að fá þá til að koma í Kringluna seinast, það gekk ekki alveg, en þeir keyptu þessa hugmynd,“ segir Helgi. Kringlan er að stærstum hluta í eigu fasteignafélagsins Reitir, samkeppnisaðila Regins. Áður en Reginn tilkynnti í júlí síðastliðnum um samkomulagið við H&M hafði verið þrálátur orðrómur um að sænska fataverslunin myndi opna í Smáralind. Stjórnendur Regins og Smáralindar þvertóku aftur á móti fyrir það að viðræður væru í gangi. DV greindi svo frá áformum H&M hér á landi í apríl í fyrra og að formlegar viðræður hefðu hafist skömmu áður. Þremur mánuðum síðar tilkynnti Reginn um opnun H&M í Smáralind og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur og síðar kom í ljós að þriðja verslunin yrði opnuð í Kringlunni. „Svo allt í einu gerist það fyrir tæpum tveimur árum síðan að við verðum vör við að eitthvað er að gerast. Þá fórum við að heyra frá aðilum hérna á markaðnum að menn voru byrjaðir að vera varir við H&M. Þá voru okkar kynningar og okkar þrýstingur kominn inn á stjórnarborðið hjá H&M og þá gerðist allt mjög hratt, þeir keyptu hugmyndina og komu til Íslands,“ segir Helgi. „Við náðum ágætum samningum að okkar mati, þetta eru langir samningar og hagstæðir, við erum sátt við það. Að ná hérna inn flaggskipinu í Smáralind, það var sigurinn. Hérna verður stærsta verslunin, síðan kemur verslunin í Kringlunni og síðan miðbærinn, þannig að þeir koma ofboðslega sterkt inn á markaðinn.“
Tengdar fréttir H&M opnar síðsumars 2017 Von er á tveimur H&M verslunum í Smáralind og á Hafnartorgi á næsta ári. 28. september 2016 10:15 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
H&M opnar síðsumars 2017 Von er á tveimur H&M verslunum í Smáralind og á Hafnartorgi á næsta ári. 28. september 2016 10:15
Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53
H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58