Fjórða bílgerð Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 22. febrúar 2017 10:01 Range Rover Velar. Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent
Fram að þessu hefur Range Rover aðeins framleitt þrjár bílgerðir, hefðbundinn Range Rover, Range Rover Sport og Range Rover Evoque. Nú hefur fyrirtækið hinsvegar bætt við fjórðu gerðinni sem fær nafnið Velar. Þessi nýi bíll verður frumsýndur þann 1. mars, nokkrum dögum fyrir bílasýninguna í Genf, en búast má við því að hann verði almenningi til sýnir á sýningunni. Range Rover Velar er á milli Range Rover Sport og Range Rover Evoque hvað stærð varðar. Bíllinn situr á sama undirvagni og Jaguar F-Pace jeppinn, en Jaguar er systurfyrirtæki Land Rover og bæði fyrirtækin í eigu hins indverska bílaframleiðanda Tata. Velar nafnið er fengið frá prótótýpunni af fyrstu gerð Range Rover bílsins frá árinu 1969. Velar nafnið er hinsvegar dregið af latínuorðini “velare” sem þýðir falinn. Vissulega er bíllinn útlitslega enn að mestu falinn almenningi, en það mun breytast 1. mars. Á myndinni hér að ofan sést afturhluti bílsins, en eftir aðeins viku verður hulunni svipt.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent