Yfirmaður VW á yfir höfði sér 169 ára fangelsi Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 16:14 Ekki sér enn fyrir endann á afdrifum þeirra yfirmanna Volkswagen sem kunnugt var um dísilvélasvindl fyrirtæksins. Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Oliver Schmid, einn yfirmanna Volkswagen í Bandaríkjunum var handtekinn á Miami flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn, en þá huggðist hann fljúga til heimalands síns, Þýskalands. Hann situr ennþá inni og á yfir höfði sér ellefufalda ákæru um að hafa reynt að blekkja og afvegaleiða bandarískar eftirlitsstofnanir en fyrir það má dæma hann til allt að 169 ára fangelsisvistar. Oliver Schmid, sem er 48 ára, á að hafa verið fyllilega kunnugt um dísilvélasvindlhugbúnað þann sem var í Volkswagen bílum í Bandaríkjunum og víðar og að hann hafi ætlað, ásamt öðrum stjórnendum Volkswagen í Þýskalandi að afvegaleiða eftirlitsstofnair svo Volkswagen gæti haldið áfram að selja dísilbíla sína með svindlhugbúnaði vestanhafs. Oliver Schmid er einn sjö yfirmanna Volkswagen sem sæta ákærum frá bandarískum yfirvöldum, en hinir sex eru í Þýskalandi, þar sem löggjafinn í Bandaríkjunum nær ekki í þá og hefur ekki heimild til þess. Í gær kom Oliver Schmid fram fyrir héraðsdóm í Detroit klæddur í appílsínugul fangelsisföt og með ökkla- og úlnliðsbönd þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum. Volkswagen fyrirtækið hefur ekkert látið hafa eftir sér um frekar rannsóknir og ákærur á hendur yfirmönnum Volkswagen frá hendi Bandaríkjamanna en segist vera að hjálpa til við frekari rannsóknir í þessu máli.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent