Enginn í NBA-sögunni hefur grillað gömlu félagana eins og KD Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 09:30 Kevin Durant. Vísir/AP Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20) NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Kevin Durant lék með liði Oklahoma City Thunder í níu NBA-tímabil og afrekaði næstum því allt með liðinu nema að verða NBA-meistari. Nú hefur hann endurskrifað NBA-söguna með framgöngu sinni í leikjum á móti Oklahoma City Thunder. Hann varð fjórum sinnum stigakóngur NBA-deildinnar sem leikmaður Oklahoma City Thunder, valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar 2013-14, komst fjórum sinnum í úrslit Vesturdeildarinnar og einu sinni alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Síðasta sumar ákvað Durant hinsvegar að yfirgefa félagið og semja við Golden State Warriors við litlar vinsældir hjá íbúum Oklahoma City og stuðningsmönnum Thunder-liðsins. Þeir brenndu búninginn hans og hafa púað á hann við hvert tækifæri. Nú er Kevin Durant búinn að mæta sínum gömlu félögum í Oklahoma City Thunder þrisvar sinnum á tímabilinu og með frábærri frammistöðu sinni hefur hann afrekað eitthvað sem engum NBA-leikmanni hafði tekist áður á móti sínu gamla félagi. Kevin Durant hefur skorað 39, 40 og 34 stig í leikjunum þremur og Golden State Warriors hefur unnið þá með 26, 21 og 26 stigum. Hann er sá fyrsti í sögu NBA-deildarinnar til að skora 30 stig eða meira og fagna sigri í þremur fyrstu leikjum sínum á móti sínu gamla félagi. Kareem Abdul-Jabbar (1975-1976) og Allen Iverson (2007-2008) skoruðu báðir yfir 30 stig í fyrstu þremur leikjum sínum á móti sínu gamla félagi en fögnuðu ekki sigri í þeim öllum. Abdul-Jabbar var þar að spila með Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks (30 stig, 30 stig, 35 stig - 2 sigrar, 1 tap) en Allen Iverson gerði þetta með Denver Nuggets á móti D (30 stig, 38 stig, 32 stig - 1 sigurr, 2 töp). Kevin Durant hefur skorað 37,7 stig að meðaltali á 32,6 mínútum á móti sínu gamla félagi í vetur og hann hefur hitt úr 66 prósent skota sinna utan af velli og 90 prósent vítanna. Gamli liðsfélagi hans, Russell Westbrook, er vissulega með þrennu að meðaltali í þessum þremur leikjum (31,3 stig, 10,7 fráköst og 10,3 stoðsendingar) en hefur aðeins hitt úr 41 prósent skota sinna og 30 prósent þriggja stiga skotanna. Hann er líka með 9 tapaða bolta að meðaltali og hefur auðvitað tapað öllum þremur leikjunum. Leikir Kevin Durant á móti Oklahoma City Thunder í vetur3. nóvember - Golden State Warriors vann með 26 stigum (122-96) 39 stig á 31 mínútu 7 fráköst, 1 stoðsending Hitti úr 63 prósent skota (15 af 24) Hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum18. janúar - Golden State Warriors vann með 21 stigi (121-100) 40 stig á 34 mínútum 12 fráköst, 4 stoðsending Hitti úr 81 prósent skota (13 af 1624) Hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum11. febrúar - Golden State Warriors vann með 26 stigum (130-114) 34 stig á 33 mínútum 9 fráköst, 3 stoðsendingar Hitti úr 57 prósent skota (12 af 21) Hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotumMeðaltöl Kevin Durant í leikjunum þremur: 37,7 stig í leik 32,6 mínútur í leik 9,3 fráköst í leik 2,7 stoðsendingar í leik66 prósent skotnýting (40 af 61)63 prósent þriggja stiga skotnýting (15 af 24)90 prósent vítanýting (18 af 20)
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti