Íslenskir einkafjárfestar vildu kaupa 1,5 prósent hlut í Arion banka Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Hagnaður Arion banka minnkaði um meira en helming á árinu 2016 og nam 21,7 milljörðum. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var aðeins 4,7%. Hópur íslenskra einkafjárfesta, sem var settur saman að frumkvæði Kviku fjárfestingabanka, gerði Kaupþingi í síðustu viku tilboð í 1,46 prósenta eignarhlut í Arion banka. Stjórn Kaupþings tók tilboðið til umfjöllunar um nýliðna helgi en því hafði hins vegar ekki verið svarað þegar tilboðsfrestur rann út um miðnætti á sunnudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hljóðaði tilboðið í hlutinn upp á um 2,5 milljarða króna, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2016. Kaupþing vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en félagið á samtals 87 prósenta hlut í Arion banka. Í stuttum tölvupósti sem Kvika sendi til fjárfestahópsins í fyrradag, og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að bankinn hafi haft „[vissu] fyrir því að [stjórn Kaupþings] hafði áhuga á því að fá tilboð og fagnaði hún frumkvæði Kviku“. Þá segir í póstinum að Kvika hefði ákveðið að „setja saman góðan hóp fjárfesta í þeim tilgangi“ að gera stjórn Kaupþings tilboð í 1,46 prósenta hlut í Arion banka en því var sem fyrr segir aftur á móti ekki svarað fyrir tilsettan tilboðsfrest. Hópurinn sem hafði skuldbundið sig til að taka þátt í að setja fram tilboð í hlut í Arion banka samanstóð, samkvæmt heimildum Markaðarins, af um tuttugu einkafjárfestum sem eru í viðskiptum við eignastýringu í Kviku banka. Talsverðrar óánægju gætir í röðum Kviku og fjárfestahópsins með að stjórn Kaupþings hafi ekki tekið jákvætt í tilboðið. Af hálfu Kaupþings er á hinn bóginn meðal annars horft til þess að pólitískt viðkvæmt gæti mögulega verið að selja útvöldum einkafjárfestum hlut í bankanum í aðdraganda fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Arion banka.Viðræður hófust að nýju Stefnt hefur verið að því að almennt útboð bankans, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu hlut í Arion banka, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, eins og greint var frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins 26. janúar síðastliðinn. Sú tímasetning er hins vegar ekki meitluð í stein og útboðið gæti hæglega orðið einhverjum vikum síðar. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu stóran hlut Kaupþing áformar að selja í útboðinu en í kjölfar þess verður bankinn skráður á markað í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Svíþjóð.Lífeyrissjóðum var í september í fyrra boðið að ganga til viðræðna við Kaupþing um að kaupa á bilinu 20 til 40 prósenta hlut í Arion banka áður en almennt hlutafjárútboð og skráning á bankanum færi fram. Þá gerði upplegg Kaupþings á þeim tíma jafnframt ráð fyrir því að hluthafar félagsins, sem eru einkum ýmsir alþjóðlegir fjárfestingasjóðir, myndu í lokuðu útboði kaupa samtímis 10 til 20 prósenta hlut í Arion banka á sama sölugengi og lífeyrissjóðirnir. Það slitnaði að mestu upp úr viðræðum ráðgjafa sjóðanna og Kaupþings í desember þar sem of mikið bar í milli varðandi hugmyndir um mögulegt kaupverð á hlut í bankanum. Viðræðurnar hófust hins vegar að nýju í byrjun þessa árs og hafa staðið yfir á undanförnum vikum.Vogunarsjóðir funda með FME Á meðal þeirra sem hafa einnig sýnt áhuga á að koma að kaupum á talsverðum hlut á bankanum, hvort sem það yrði í lokuðu útboði eða sem svonefndir hornsteinsfjárfestar í aðdraganda hlutafjárútboðs, eru ýmsir erlendir fjárfestingasjóðir, einkum og sér í lagi vogunarsjóðir á borð við Taconic Capital, langsamlega stærsti hluthafi Kaupþings. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í lok janúar var upplýst að slíkir sjóðir hefðu á undanförnum vikum og mánuðum átt fundi hér á landi með yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við möguleg kaup þeirra á hlut í Arion banka. FME hefur leitað eftir því á fundunum að fá upplýsingar um eignarhald viðkomandi sjóða og önnur atriði sem kunna að varða hugsanlegt hæfi þeirra til að fara með eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Ekki hafa fengist upplýsingar um nöfn þeirra sjóða sem hafa fundað með FME en þar er meðal annars um að ræða bandaríska vogunarsjóði í hlutahafahópi Kaupþings. Sá sem hefur leitt vinnu Kaupþings í tengslum við söluferlið síðustu mánuði er Benedikt Gíslason, sem situr í stjórn félagsins, og þá er skammt síðan hæstaréttarlögmaðurinn Óttar Pálsson bættist við í þann hóp. Óttar situr í stjórn Kaupþings og er á meðal eigenda lögmannsstofunnar LOGOS sem kemur að verkefninu sem lögfræðilegur ráðgjafi. Sá sem fer einkum fyrir þeirri vinnu hjá LOGOS er Þórólfur Jónsson, eigandi og stjórnarformaður lögmannsstofunnar. Þeir bankar sem hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með útboðinu eru Morgan Stanley, Citi og sænski fjárfestingabankinn Carnegie. Þá mun Deutsche Bank vera í hlutverki söluráðgjafa auk þess sem búist er við að gerður verði ráðgjafasamningur við tvö eða fleiri íslensk fjármálafyrirtæki.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Uppfært kl. 10:27: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að tilboð fjárfestahópsins, sem var settur saman að frumkvæði Kviku, hafi jafngilt um 2,2 milljörðum króna, eða sem nemur genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok 3. fjórðungs 2016. Hið rétta er að tilboðið hljóðaði upp á um 2,5 milljarða króna en eigið fé Arion banka var um 207 milljarðar í lok þriðja ársfjórðungs. Þetta leiðréttist hér með. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hópur íslenskra einkafjárfesta, sem var settur saman að frumkvæði Kviku fjárfestingabanka, gerði Kaupþingi í síðustu viku tilboð í 1,46 prósenta eignarhlut í Arion banka. Stjórn Kaupþings tók tilboðið til umfjöllunar um nýliðna helgi en því hafði hins vegar ekki verið svarað þegar tilboðsfrestur rann út um miðnætti á sunnudag. Samkvæmt heimildum Markaðarins hljóðaði tilboðið í hlutinn upp á um 2,5 milljarða króna, eða sem jafngildir genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2016. Kaupþing vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en félagið á samtals 87 prósenta hlut í Arion banka. Í stuttum tölvupósti sem Kvika sendi til fjárfestahópsins í fyrradag, og Markaðurinn hefur undir höndum, kemur fram að bankinn hafi haft „[vissu] fyrir því að [stjórn Kaupþings] hafði áhuga á því að fá tilboð og fagnaði hún frumkvæði Kviku“. Þá segir í póstinum að Kvika hefði ákveðið að „setja saman góðan hóp fjárfesta í þeim tilgangi“ að gera stjórn Kaupþings tilboð í 1,46 prósenta hlut í Arion banka en því var sem fyrr segir aftur á móti ekki svarað fyrir tilsettan tilboðsfrest. Hópurinn sem hafði skuldbundið sig til að taka þátt í að setja fram tilboð í hlut í Arion banka samanstóð, samkvæmt heimildum Markaðarins, af um tuttugu einkafjárfestum sem eru í viðskiptum við eignastýringu í Kviku banka. Talsverðrar óánægju gætir í röðum Kviku og fjárfestahópsins með að stjórn Kaupþings hafi ekki tekið jákvætt í tilboðið. Af hálfu Kaupþings er á hinn bóginn meðal annars horft til þess að pólitískt viðkvæmt gæti mögulega verið að selja útvöldum einkafjárfestum hlut í bankanum í aðdraganda fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Arion banka.Viðræður hófust að nýju Stefnt hefur verið að því að almennt útboð bankans, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu hlut í Arion banka, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, eins og greint var frá í forsíðufrétt Fréttablaðsins 26. janúar síðastliðinn. Sú tímasetning er hins vegar ekki meitluð í stein og útboðið gæti hæglega orðið einhverjum vikum síðar. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu stóran hlut Kaupþing áformar að selja í útboðinu en í kjölfar þess verður bankinn skráður á markað í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Svíþjóð.Lífeyrissjóðum var í september í fyrra boðið að ganga til viðræðna við Kaupþing um að kaupa á bilinu 20 til 40 prósenta hlut í Arion banka áður en almennt hlutafjárútboð og skráning á bankanum færi fram. Þá gerði upplegg Kaupþings á þeim tíma jafnframt ráð fyrir því að hluthafar félagsins, sem eru einkum ýmsir alþjóðlegir fjárfestingasjóðir, myndu í lokuðu útboði kaupa samtímis 10 til 20 prósenta hlut í Arion banka á sama sölugengi og lífeyrissjóðirnir. Það slitnaði að mestu upp úr viðræðum ráðgjafa sjóðanna og Kaupþings í desember þar sem of mikið bar í milli varðandi hugmyndir um mögulegt kaupverð á hlut í bankanum. Viðræðurnar hófust hins vegar að nýju í byrjun þessa árs og hafa staðið yfir á undanförnum vikum.Vogunarsjóðir funda með FME Á meðal þeirra sem hafa einnig sýnt áhuga á að koma að kaupum á talsverðum hlut á bankanum, hvort sem það yrði í lokuðu útboði eða sem svonefndir hornsteinsfjárfestar í aðdraganda hlutafjárútboðs, eru ýmsir erlendir fjárfestingasjóðir, einkum og sér í lagi vogunarsjóðir á borð við Taconic Capital, langsamlega stærsti hluthafi Kaupþings. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í lok janúar var upplýst að slíkir sjóðir hefðu á undanförnum vikum og mánuðum átt fundi hér á landi með yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við möguleg kaup þeirra á hlut í Arion banka. FME hefur leitað eftir því á fundunum að fá upplýsingar um eignarhald viðkomandi sjóða og önnur atriði sem kunna að varða hugsanlegt hæfi þeirra til að fara með eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Ekki hafa fengist upplýsingar um nöfn þeirra sjóða sem hafa fundað með FME en þar er meðal annars um að ræða bandaríska vogunarsjóði í hlutahafahópi Kaupþings. Sá sem hefur leitt vinnu Kaupþings í tengslum við söluferlið síðustu mánuði er Benedikt Gíslason, sem situr í stjórn félagsins, og þá er skammt síðan hæstaréttarlögmaðurinn Óttar Pálsson bættist við í þann hóp. Óttar situr í stjórn Kaupþings og er á meðal eigenda lögmannsstofunnar LOGOS sem kemur að verkefninu sem lögfræðilegur ráðgjafi. Sá sem fer einkum fyrir þeirri vinnu hjá LOGOS er Þórólfur Jónsson, eigandi og stjórnarformaður lögmannsstofunnar. Þeir bankar sem hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með útboðinu eru Morgan Stanley, Citi og sænski fjárfestingabankinn Carnegie. Þá mun Deutsche Bank vera í hlutverki söluráðgjafa auk þess sem búist er við að gerður verði ráðgjafasamningur við tvö eða fleiri íslensk fjármálafyrirtæki.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Uppfært kl. 10:27: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að tilboð fjárfestahópsins, sem var settur saman að frumkvæði Kviku, hafi jafngilt um 2,2 milljörðum króna, eða sem nemur genginu rúmlega 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka í lok 3. fjórðungs 2016. Hið rétta er að tilboðið hljóðaði upp á um 2,5 milljarða króna en eigið fé Arion banka var um 207 milljarðar í lok þriðja ársfjórðungs. Þetta leiðréttist hér með.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira