Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:15 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun