Bæði ógnanir og tækifæri í komu Costco inn á markaðinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 18:15 Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé alveg klárt að koma bandaríska verslunarrisans Costco á smásölumarkaðinn hér muni hrista upp í hlutunum. Það sé jákvætt enda eigi samkeppni að virka þannig. Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að íslenskar heildsölur, til dæmis SS og Ölgerðin, séu þegar byrjaðar að vinna að samningum við birgja sína erlendis með það að markmiði að lækka verð þar sem búist er við því að opnun Costco muni hafa mikil áhrif á markaðinn. „Það er alveg klárt að innkoma Costco inn á þennan litla markað hristir upp í hlutunum og það er jákvætt. Þannig á samkeppnin að virka, það má enginn fá að koma sér of þægilega fyrir á neinum markaði, það á enginn neinn markað eða hlutdeild á neinum markaði. Svo lengi sem öll umgjörð þeirrar samkeppni er sanngjörn þá er hún bara mikið fagnaðarefni. Ég held að menn sjái bæði í þessu ógnanir og tækifæri. Innlendir framleiðendur til dæmis, ég býst við að Costco muni versla við þá marga hverja og það geta falist í því tækifæri jafnvel til útflutnings, því Costco er stór keðja með verslanir í ýmsum löndum,“ sagði Ólafur í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann benti jafnframt á að heildsölurnar hér væru stöðugt að reyna að semja við birgja sína erlendis um hagstæðustu verðin. Birgjarnir vísuðu hins vegar oft til þess að hér er lítill markaður og Ísland ríkt land með mikinn kaupmátt. „Menn setja þá upp tiltölulega hátt verð. Innkoma Costco á markaðinn, það er að segja sú ætlan þeirra að koma hér inn til þess að lækka verðið, það styrkir þá samningstöðu heildsalanna hér gagnvart sínum birgjum ytra. Það er bæði gott fyrir bransann og neytendur,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvaða áhrif koma Costco gæti haft á innlenda framleiðendur sagði hann: „Ég veit að Costco hefur leitað til margra þeirra um að kaupa til dæmis af þeim matvörur og ef Costco ætlar að bjóða upp á góðan þverskurð af vöruúrvali, bæði af innlendum og erlendum vörum, þá munu þeir auðvitað þurfa að skipta við innlendu birgjana. Það eru tækifæri í þessum stærðum og þessari miklu veltu sem Costco ætlar sér að ná. Á móti kemur að þeir eru að sigta upp á færri vörunúmer en við sjáum almennt og yfirleitt í verslunum.“ Ólafur sagði alltof snemmt að segja til um það hvort Costco muni ýta einhverjum út af markaðnum en viðtalið við hann úr Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. 15. febrúar 2017 16:57
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent