Hlutabréf Haga lækkuðu um 3% Haraldur Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2017 16:57 Aðföng annast innkaup, birgðahald og dreifingu fyrir allar matvöruverslanir Haga. Vísir/Valli Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 milljónum. Ekkert félag á Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði meira en félögin tvö að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum en þar var einungis um að ræða veltu upp á rétt tæpar fjórar milljónir. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Markaðarins um áhrif komu Costco á heildsöluverð innflutningsfyrirtækja að öllum líkindum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutningsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar Hagfræðideildar Landsbankans höfðu áður gefið út að Hagar geti misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 prósent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðallistanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf Sjóvár og TM stóðu í stað. Tengdar fréttir Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59 Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24 Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Hlutabréfaverð verslunarfyrirtækisins Haga og Fjarskipta hf. lækkaði um þrjú prósent í Kauphöll Íslands í dag. Bréf Haga lækkuðu í 506 milljóna króna viðskiptum en velta með hluti í Fjarskiptum nam 509 milljónum. Ekkert félag á Aðallista Kauphallar Íslands lækkaði meira en félögin tvö að stoðtækjaframleiðandanum Össuri undanskildum en þar var einungis um að ræða veltu upp á rétt tæpar fjórar milljónir. Samkvæmt viðmælendum Vísis á hlutabréfamarkaði hafði frétt Markaðarins um áhrif komu Costco á heildsöluverð innflutningsfyrirtækja að öllum líkindum talsverð áhrif á gengi bréfa Haga. Þeir eiga og reka innflutningsfyrirtækið Aðföng. Sérfræðingar Hagfræðideildar Landsbankans höfðu áður gefið út að Hagar geti misst um tvo milljarða króna af ársveltu sinni til Costco þegar fyrirtækið opnar hér í maí. Bréf VÍS lækkuðu einnig eða um 2,6 prósent. Þar á eftir kom Nýherji með lækkun upp á 1,9 prósent. Icelandair Group var aftur á móti hástökkvari dagsins en gengi bréfa flugfélagsins hækkaði um 1,3 prósent. Alls hækkuðu sjö félög á Aðallistanum í virði en níu sáu rauðar tölur. Bréf Sjóvár og TM stóðu í stað.
Tengdar fréttir Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59 Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24 Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Bréf Icelandair hækkuðu um 4,4% Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu um 4,3 prósent í virði í dag í 778 milljóna króna veltu. Hafði gengi bréfanna þá ekki hækkað síðan 31. janúar eða daginn áður en flugfélagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun sem hefur vakið mikla athygli. 9. febrúar 2017 16:59
Costco rukkar 4.800 krónur fyrir ársaðild Ársaðild að Costco á Íslandi fyrir einstaklinga mun kosta 4.800 krónur á ári. Fyrirtækjaaðild verður 3.800 krónur en líkt og komið hefur fram verður aðgangur að vöruhúsi Costco aðeins heimilaður meðlimum. 9. febrúar 2017 13:24
Fjölorkustöð Costco rís Fjölorkustöð bandaríska smásölurisans Costco rís nú við hlið bílastæðis Ikea í Kauptúni í Garðabæ. Þar hafa verktakar unnið hörðum höndum síðustu vikur við að grafa bensín- og olíutanka niður í jörðu og er nú bensínstöðin sjálf farin að taka á sig mynd. 18. janúar 2017 14:30
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00