Fyrirtæki í fararbroddi um samfélagsábyrgð Ketill Berg Magnússon skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Mörg íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum sýnt eftirtektarvert frumkvæði um samfélagsábyrgð. Fyrir rúmu ári skrifuðu liðlega 100 fyrirtæki undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sorps, og fyrr í þessum mánuði undirrituðu tæplega 300 ferðaþjónustufyrirtæki yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Þetta gerðu fyrirtækin af fúsum og frjálsum vilja, án íhlutunar stjórnvalda. Fyrirtækin vilja með þessu hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið og eru sammála um að samfélagsábyrgð er lykilþáttur í að treysta ímynd og sjálfbærni Íslands.Loftslagsmál eru ekki loftkennd mál Með loftslagsyfirlýsingu sem Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborg hvöttu fyrirtæki til að skrifa undir, heita fyrirtæki því að setja sér mælanleg markmið um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og að minnka losun sorps. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi náð miklum árangri í loftslagsmálum og snúið umtalsverðum kostnaði, til dæmis með því að minnka urðun sorps og fá tekjur af flokkuðum afurðum eins og pappa. Fyrirtæki hafa einnig náð að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og spara þannig mikla fjármuni á sama tíma og mengun þeirra hefur minnkað.Ábyrg ferðaþjónusta Þann 10. janúar síðastliðinn skrifuðu tæplega 300 fyrirtæki undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Í því felst að ferðaþjónustufyrirtækin ætla með markvissum hætti að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélögin sem ferðamenn sækja heim. Það eru Festa og Íslenski ferðaklasinn sem standa að hvatningarverkefninu í samstarfi við aðila í ferðaþjónustunni. Fyrirtækjunum er boðið upp á fræðslu og stuðning út árið 2017 til að innleiða ábyrga ferðaþjónustu í rekstur sinn. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þegar að vinna af mikilli ábyrgð gagnvart náttúrunni og samfélaginu og önnur eru að hefja þá vegferð. Þau reyndari geta því miðlað til annarra fyrirtækja og haft áhrif á ábyrga ferðaþjónustu á Íslandi. Það er hagur allra.Alþjóðleg þróun Fleiri og fleiri fyrirtæki úti um allan heim hafa opnað augun fyrir því að árangur næst ekki ef fókusinn er á skammtímagróða án tillits til þess hvaða afleiðingar reksturinn hefur á samfélagið nær og fjær. Ábyrg félög eru þau sem með markvissum hætti skipuleggja starfsemi sína þannig að þau skili fjárhagslegum ávinningi og hafi á sama tíma jákvæð áhrif á samfélagið og umhverfið. Framtíðarsýn okkar hjá Festu er að íslensk fyrirtæki verði þekkt fyrir samfélagsábyrgð sína, ábyrga umgengni um náttúruna og þann ávinning sem þau skapa fyrir samfélagið.Stjórnvöld sýni ábyrgð í verki Stjórnvöld geta haft mikil áhrif á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar er það einkum þrennt sem Festa leggur til. Í fyrsta lagi ættu stjórnvöld að setja fram skýra og spennandi framtíðarsýn um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi. Í öðru lagi mætti styðja betur við og hvetja fyrirtæki og einstaklinga til góðra verka með skattaafsláttum, innviðauppbyggingu og öðrum stuðningsleiðum. Í þriðja lagi ættu stjórnvöld og sveitarfélög að ganga fram með góðu fordæmi og tryggja ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti stjórnsýslunnar en ekki síður að stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera séu fyrirmyndir og innleiði samfélagsábyrgð í alla starfsemi sína. Ýmislegt í nýjum stjórnarsáttmála bendir til að samfélagsábyrgð verði á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Má þar nefna áherslur í umhverfismálum, mannréttindi og jafnrétti. Festa hvetur stjórnvöld til að styðja við samfélagsábyrgð fyrirtækja og býðst til að leggja því verkefni lið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar