Margir boltar á lofti og hlutabréfin lækka Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagði félagið ekki ætla að ráðast í aðgerðir sem myndu skaða það til langs tíma. vísir/gva „Það eru augljóslega margir boltar á lofti en óvissa er um framhaldið og það kemur ekki á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um uppgjörsfund Icelandair Group í gær og áframhaldandi lækkun á hlutabréfaverði flugfélagsins.Á fundinum var farið yfir aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group ætla að ráðast í gegn aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og þeim krefjandi aðstæðum sem fyrirtækið tilkynnti um í síðustu viku. Snörp lækkun á bókunarstöðu í janúar, sem hefur batnað síðustu daga, hafi og muni leiða til breytinga á fargjöldum og vöruframboði, þar á meðal lækkun á hluta fargjalda Saga Class. Þær eigi að leiða til bættrar afkomu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, á ársgrundvelli frá og með ársbyrjun 2018. Stjórnendurnir hafa aftur á móti ekki skoðað það alvarlega að skipta fyrirtækinu í tvö vörumerki, eða annars vegar lággjaldahluta og hins vegar núverandi viðskiptamódel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svaraði aðspurður að eitt af því sem stjórnendurnir þyrftu nú að velta fyrir sér sé hvort fara eigi sömu leið og skandinavíska flugfélagið SAS og sækja um nýtt flugrekstrarleyfi og opna starfsstöðvar erlendis og þannig lækka launakostnað. Slíkt myndi aftur á móti „kosta dálítil átök við ákveðnar stéttir“, eins og Björgólfur orðaði það. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 29 prósent á fjórða ársfjórðungi 2016 en tekjurnar um tólf prósent. „Ég hef fulla trú á að félagið sé að skoða þetta. Aftur á móti mun þetta taka einhvern tíma hjá SAS áður en þeir sjá teljandi áhrif fyrir samstæðuna og það sama ætti væntanlega við um Icelandair,“ segir Guðlaugur Steinarr. „Mér fannst félagið fara nokkuð vel yfir stöðuna og þetta var mun ítarlegri yfirferð á fundinum en vanalega. Manni finnst eins og þeir séu frekar að horfa í áttina að því að breyta tekjustrúktúrnum svo það verði auðveldara að bera saman raunkostnað flugfargjalda flugfélagsins við lággjaldaflugfélög. Menn verða svo bara að gera upp við sig hvort þeir trúi því að þessar leiðir muni hafa teljandi áhrif til hins betra. Það kemur mér ekki á óvart að menn stígi varlega til jarðar en það er ekki eins og það sé ekki að koma neitt út úr þessu félagi. Félagið stendur þrátt fyrir þetta enn vel að vígi til að takast á við þessa óvissu,“ segir Guðlaugur Steinarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09 Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Það eru augljóslega margir boltar á lofti en óvissa er um framhaldið og það kemur ekki á óvart að fjárfestar stígi varlega til jarðar,“ segir Guðlaugur Steinarr Gíslason, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance, um uppgjörsfund Icelandair Group í gær og áframhaldandi lækkun á hlutabréfaverði flugfélagsins.Á fundinum var farið yfir aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group ætla að ráðast í gegn aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum og þeim krefjandi aðstæðum sem fyrirtækið tilkynnti um í síðustu viku. Snörp lækkun á bókunarstöðu í janúar, sem hefur batnað síðustu daga, hafi og muni leiða til breytinga á fargjöldum og vöruframboði, þar á meðal lækkun á hluta fargjalda Saga Class. Þær eigi að leiða til bættrar afkomu upp á 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 3,4 milljarða króna, á ársgrundvelli frá og með ársbyrjun 2018. Stjórnendurnir hafa aftur á móti ekki skoðað það alvarlega að skipta fyrirtækinu í tvö vörumerki, eða annars vegar lággjaldahluta og hins vegar núverandi viðskiptamódel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, svaraði aðspurður að eitt af því sem stjórnendurnir þyrftu nú að velta fyrir sér sé hvort fara eigi sömu leið og skandinavíska flugfélagið SAS og sækja um nýtt flugrekstrarleyfi og opna starfsstöðvar erlendis og þannig lækka launakostnað. Slíkt myndi aftur á móti „kosta dálítil átök við ákveðnar stéttir“, eins og Björgólfur orðaði það. Launakostnaður fyrirtækisins hækkaði um 29 prósent á fjórða ársfjórðungi 2016 en tekjurnar um tólf prósent. „Ég hef fulla trú á að félagið sé að skoða þetta. Aftur á móti mun þetta taka einhvern tíma hjá SAS áður en þeir sjá teljandi áhrif fyrir samstæðuna og það sama ætti væntanlega við um Icelandair,“ segir Guðlaugur Steinarr. „Mér fannst félagið fara nokkuð vel yfir stöðuna og þetta var mun ítarlegri yfirferð á fundinum en vanalega. Manni finnst eins og þeir séu frekar að horfa í áttina að því að breyta tekjustrúktúrnum svo það verði auðveldara að bera saman raunkostnað flugfargjalda flugfélagsins við lággjaldaflugfélög. Menn verða svo bara að gera upp við sig hvort þeir trúi því að þessar leiðir muni hafa teljandi áhrif til hins betra. Það kemur mér ekki á óvart að menn stígi varlega til jarðar en það er ekki eins og það sé ekki að koma neitt út úr þessu félagi. Félagið stendur þrátt fyrir þetta enn vel að vígi til að takast á við þessa óvissu,“ segir Guðlaugur Steinarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15 Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30 Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09 Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Aðgerðir eiga að skila Icelandair 30 milljónum dala í bættri afkomu Aðgerðir sem stjórnendur Icelandair Group hyggjast ráðast í, bæði á tekju- og gjaldahlið félagsins, eiga að skila bættri afkomu að fjárhæð 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna, þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda í ársbyrjun 2018. 7. febrúar 2017 21:15
Fjárfestar í Icelandair skildir eftir í myrkrinu Icelandair hefur verið skellt niður á jörðina. Fjárfestar, sjóðstjórar og verðbréfamiðlarar, sem Markaðurinn hefur rætt við, eru á einu máli um að það hafi orðið "meiriháttar trúnaðarbrestur,“ eins og einn viðmælandi lýsir því, á milli stjórnenda Icelandair og hluthafa fyrirtækisins. 8. febrúar 2017 07:30
Icelandair greiði 565 milljónir í arð Stjórn Icelandair Group hf. mun leggja til við aðalfund félagsins þann 3. mars næstkomandi að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 565 milljóna króna. 8. febrúar 2017 17:09
Uppgjörsfundur Icelandair Group í heild sinni: Verðum að laga okkur að „me me me“ kynslóðinni "Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. 8. febrúar 2017 10:41