Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 10:18 "Fleiri kaupmenn en kassar!“ Twitter Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan. Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan.
Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57