Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 10:18 "Fleiri kaupmenn en kassar!“ Twitter Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan. Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby á Englandi hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna langvarandi verkfalls íslenskra sjómanna. Aldrei hefur verið jafn lítið af fiski í bænum eins og síðastliðinn þriðjudag segja fjölmiðlar ytra. Einungis 514 fiskikassar voru þá boðnir upp sem lýst er sem „minnsta framboði sögunnar“ á virkum degi er fram kemur í Grimsby Telegraph. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks. Kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi, sérstaklega þorsk og ýsu, og voru þeir farnir að hafa töluverðar áhyggjur af lífsviðurværi sínu þegar það hafði staðið í rúman mánuð. „Fleiri kaupmenn en kassar!“ segir í tísti frá fiskmarkaðnum í Grimsby þar sem sjá má myndir af hálftómum markaðnum. Sjá einnig: Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sittLeast supply on a Tuesday ever! More Merchants than boxes of fish! Icelandics strike hurting, no end in sight, we are still here though! pic.twitter.com/Ar10Mz90S8— GrimsbyFishMarket (@GyFishMarket) February 7, 2017 Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins segir að þó verkfall sjómanna hafi meiri áhrif á Íslandi þá hafi það að sama skapi reynst þeim í Grimsby sársaukafullt. „Birgðir frá Íslandi eru engar. Það hefur neytt okkur til að aðlaga starfsmannafjöldann,“ segir framkvæmdastjórinn Martin Boyers við Grimsby Telegraph. Hann ræddi við sendiherra Íslands í Bretlandi á þriðjudag sem Boyers segir að geri sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hann hafi lýst stöðunni sem flókinni og að engar skyndilausnir séu mögulegar í deilunni. „Við gerum því ráð fyrir að þetta verði strembið í nokkrar vikur til viðbótar,“ segir Boyers.Vísir greindi frá því þegar þingkona Grimsby, Melanie Onn, skrifaði sjávarútvegsráðherra Breta um miðjan janúar þar sem hún gagnrýndi aðgerðarleysi breskra stjórnvalda í deilunni. Henni þóttu svör ráðherrans óviðunandi og hefur því ritað honum aftur og spurt hvort til standi að bresk stjórnvöld blandi sér í málið, fyrir hönd sjávarútvegarins í Grimsby. Verkfall íslenskra sjómanna hefur að hennar sögn ekki einungis áhrif á kaupmenn heldur einnig aðra geira sem reiða sig á stöðugt framboð fisks; svo sem verslanir, veitingastaði og flutningsfyrirtæki. „Er ríkisstjórnin tilbúin til að styðja fjárhagslega við þennan iðnað sem sér fram á alvarlegan hráefnaskort?“ spyr þingkonan.
Tengdar fréttir Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Fiskkaupmenn í Grimsby óttast um lífsviðurværi sitt Þingkona Grimsby hefur lýsti yfir óánægju sinni með aðgerðarleysi breskra stjórnvalda vegna verkfalls sjómanna á Íslandi. 19. janúar 2017 19:57