Audi R8 sem "yellow submarine“ í hollensku síki Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2017 11:30 Bíllinn hýfður uppúr síkinu. Þýskur eigandi Audi R8 ofursportbíls gleymir seint ferð sinni til Hollands. Ferð hans sem átti að verða mikil gleðiferð á 610 hestafla draumabílnum endaði ofan í síki nálægt borginni Utrecht. Eins og hollensku fjölmiðill í Utrecht orðar það þá varð “röng stýring bílsins” til þess að hann endaði ofan í síkinu og sökk þar til botns. Ökumaðurinn komst út um glugga bílsins og varð ekki meint af en kvartaði yfir miklum kulda við björgunarfólk sem hjálpaði honum á slysstað. Bílnum öfluga var lyft uppúr síkinu skömmu eftir óhappið, en víst má telja að þessi bíll hafi skemmst mikið við að liggja í vatninu í dágóðan tíma. Rafkerfi bíla seint að liggja umlukin vatni og einnig má búast við því að vél bílsins hafi hlotið skaða af, sem og innrétting hans. Vonandi er eigandinn vel tryggður því svona bílar eru ekki ódýrir og kosta um 200.000 dollara, eða tæpar 23 milljónir króna.Bíllinn að komast á þurrt.Hann má muna fífil sinn fegurri eftir sundið þó svo ytra byrðið virðist óskemmt. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent
Þýskur eigandi Audi R8 ofursportbíls gleymir seint ferð sinni til Hollands. Ferð hans sem átti að verða mikil gleðiferð á 610 hestafla draumabílnum endaði ofan í síki nálægt borginni Utrecht. Eins og hollensku fjölmiðill í Utrecht orðar það þá varð “röng stýring bílsins” til þess að hann endaði ofan í síkinu og sökk þar til botns. Ökumaðurinn komst út um glugga bílsins og varð ekki meint af en kvartaði yfir miklum kulda við björgunarfólk sem hjálpaði honum á slysstað. Bílnum öfluga var lyft uppúr síkinu skömmu eftir óhappið, en víst má telja að þessi bíll hafi skemmst mikið við að liggja í vatninu í dágóðan tíma. Rafkerfi bíla seint að liggja umlukin vatni og einnig má búast við því að vél bílsins hafi hlotið skaða af, sem og innrétting hans. Vonandi er eigandinn vel tryggður því svona bílar eru ekki ódýrir og kosta um 200.000 dollara, eða tæpar 23 milljónir króna.Bíllinn að komast á þurrt.Hann má muna fífil sinn fegurri eftir sundið þó svo ytra byrðið virðist óskemmt.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent