Mercedes Benz E-Class All Terrain gegn Audi A6 Allroad og Volvo V90 Cross Country Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2017 10:16 Mercedes Benz E-Class All Terrain. Mercedes Benz hefur stækkað E-Class línu sína og býður nú keppinaut gegn torfæruhæfu bílunum Audi A6 Allroad og Volvo V90 Cross Country. Bíllinn verður þó dýrari en þeir og mun kosta 58.101 evrur í Þýskalandi, en Audi Allroad kostar þar 55.800 evrur og Volvo V90 Cross Country 56.350 evrur. Mercedes Benz E-Class All Terrain kostar 4.700 evrur meira en E-Class Estate langbakurinn. All Terrain útgáfan er 29 millimetrum hærri á vegi og kemur á loftpúðafjöðrun með þremur hæðarstillingum sem breytt getur veghæðinni um 35 millimetra. Veghæðin liggur á milli 121 og 156 millimetrum og því er ekki hægt að segja að mjög hátt sé undir bílinn, þó hann sé hæfari til utanvegaaksturs en hefðbundna langbaksgerð E-Class. Sjálfskipting bílsins er með sérstaka stillingu fyrir utanvegaakstur. Hann fær auk þess hlífðarplötur að framan og aftan, auk plasthlífa umhverfis hjólskálarnar og fyrir vikið lítur bíllinn út fyrir að geta fremur átt við erfiðari færð. Hægt verður að fá 20 tommu felgur undir bílinn fyrir 714 evra aukagjald í stað hefðbundinna 19 tommu felga. Fjölarma 19 tommu felgur fást einnig gegn 238 evra aukagjaldi.Mercedes Benz E-Class All Terrain er líkur Audi A6 Allroad og Volvo V90 Cross Country í forminu. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Mercedes Benz hefur stækkað E-Class línu sína og býður nú keppinaut gegn torfæruhæfu bílunum Audi A6 Allroad og Volvo V90 Cross Country. Bíllinn verður þó dýrari en þeir og mun kosta 58.101 evrur í Þýskalandi, en Audi Allroad kostar þar 55.800 evrur og Volvo V90 Cross Country 56.350 evrur. Mercedes Benz E-Class All Terrain kostar 4.700 evrur meira en E-Class Estate langbakurinn. All Terrain útgáfan er 29 millimetrum hærri á vegi og kemur á loftpúðafjöðrun með þremur hæðarstillingum sem breytt getur veghæðinni um 35 millimetra. Veghæðin liggur á milli 121 og 156 millimetrum og því er ekki hægt að segja að mjög hátt sé undir bílinn, þó hann sé hæfari til utanvegaaksturs en hefðbundna langbaksgerð E-Class. Sjálfskipting bílsins er með sérstaka stillingu fyrir utanvegaakstur. Hann fær auk þess hlífðarplötur að framan og aftan, auk plasthlífa umhverfis hjólskálarnar og fyrir vikið lítur bíllinn út fyrir að geta fremur átt við erfiðari færð. Hægt verður að fá 20 tommu felgur undir bílinn fyrir 714 evra aukagjald í stað hefðbundinna 19 tommu felga. Fjölarma 19 tommu felgur fást einnig gegn 238 evra aukagjaldi.Mercedes Benz E-Class All Terrain er líkur Audi A6 Allroad og Volvo V90 Cross Country í forminu.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent