Klaufalegustu meiðslin í NBA-deildinni í vetur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2017 10:30 Enes Kanter. Vísir/AP Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins. Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku. Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá. „Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik. Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni. Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.Enes Kanter exits game after punching chair; per @TheVertical 'there's a fear' of a fractured right handhttps://t.co/GX5oPndXOh pic.twitter.com/eW9T4LVkgX— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2017 Chuck called Enes Kanter the best big man off the bench in the NBAIf Kanter is out long, how will this impact OKC's playoff chances? pic.twitter.com/bEvj6YT56Q— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 27, 2017 NBA Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira
Oklahoma City Thunder verður án hins öfluga Tyrkja Enes Kanter í allt að tvo mánuði eftir að leikmaðurinn handleggsbrotnaði i í leik á móti Dallas Mavericks í nótt. Það voru þó ekki meiðslin sjálf heldur en kringumstæðurnar sem voru mest svekkjandi fyrir leikmenn og stuðningsmenn Oklahoma City Thunder liðsins. Enes Kanter kom öskureiður á bekkinn í einu leikhléinu og barði í stól í miklu pirringskasti. Það var heldur betur afdrifaríkt því hann spilaði ekki meira í leiknum og fór strax inn í myndatöku. Myndatakan sýndi að hann var handleggbrotinn og verður nú frá í sex til átta vikur. ESPN segir meðal annars frá. „Það er erfitt að sætta sig við þetta ekki síst vegna þess hvernig þetta gerðist. Hann er sterkur maður og kemur betri til baka,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn. Enes Kanter fékk meiri ábyrgð eftir að Oklahoma City Thunder missti bæði Serge Ibaka og Kevin Durant í sumar og hann hefur komið sterkur inn af bekknum með 14,6 stig og 6,8 fráköst að meðaltali þrátt fyrir að spila bara í 21,9 mínútur í leik. Það er mikið á herðum Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder í vetur og þessi fjarvera Enes Kanter verður ekki til að minnka það nú þegar liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitkeppninni. Það er hægt að sjá myndband af þessum klaufalegu meiðslum Enes Kanter hér fyrir neðan.Enes Kanter exits game after punching chair; per @TheVertical 'there's a fear' of a fractured right handhttps://t.co/GX5oPndXOh pic.twitter.com/eW9T4LVkgX— Bleacher Report (@BleacherReport) January 27, 2017 Chuck called Enes Kanter the best big man off the bench in the NBAIf Kanter is out long, how will this impact OKC's playoff chances? pic.twitter.com/bEvj6YT56Q— NBA on TNT (@NBAonTNT) January 27, 2017
NBA Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira