Útivist í borgarumhverfi Hjálmar Sveinsson skrifar 17. janúar 2017 07:00 Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar sem við lifum. Þótt komið sé fram í miðjan janúar er varla kominn vetur á höfuðborgarsvæðinu. Einstök tíð til útivistar. Reykvíkingar hafa svo sannarlega kunnað að njóta þess. Þeir sem eiga leið um útivistarsvæðin okkar í Fossvogsdal, Elliðaárdal og Laugardal hafa séð ótal hópa ganga sér til heilsubótar, skokka, hlaupa og hjóla. Margir eru með höfuðljós. Það er ævintýralegt að sjá alla þessa ljósaröð kljúfa janúarmyrkrið. Undanfarinn áratug hefur verið byggt upp víðfeðmt og öruggt stígakerfi fyrir alla þessa hreyfiþörf Reykvíkinga. Síðasta vor voru opnaðar göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárnar, rétt við gamla rafveituhúsið. Haustið 2013 voru opnaðar brýr yfir Elliðaárósa. Þessar brúarframkvæmdir hafa reynst frábærar samgöngubætur. Á næstu misserum verður lögð hjóla- og göngubrú yfir Elliðaárnar upp í Víðidal þar sem heitir Dimma og það mun koma brú yfir Fossvoginn sem tengir Kársnesið í Kópavogi við Vatnsmýrarsvæðið og þar með háskólana, Landspítalann, nýjan og gamlan, og miðborgina. Þetta eru miklir brúartímar. Hver hefði trúað því fyrir cirka 10 árum að þörf væri á svo umfangsmiklu stíga- og brúakerfi? Hver hefði trúað því að Reykjavík gæti verið frábær útivistarborg, hver hefði trúað því að svo margir Reykvíkingar nytu þess að hreyfa sig, finna fyrir veðrinu, myrkrinu, rigningunni úti í borginni? Hreyfing er holl. Það hefur lengi verið vitað. Í nýlegri skýrslu breska arkitektafélagsins kemur fram að sá sem hreyfir sig 150 mínútur á viku minnkar líkurnar á að hann fái hjartaáfall, sykursýki 2 eða deyi ótímabærum dauða. Einnig koma fram alveg skýr tengsl milli borgarskipulags, gatnahönnunar, grænna svæða og lýðheilsu. Fólk gengur frekar milli staða í sínu hverfi ef borgargöturnar eru aðlaðandi og öruggar. Og nú hefur ný rannsókn leitt í ljós að markviss útivist er enn líklegri en líkamsrækt innandyra til að vinna gegn hjarta- og æðasjúkdómum og veikindum sem geta verið fylgikvillar streitu og álags. Möguleikar borgarbúa til útivistar skipta því miklu máli. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar