Kveikt í 945 bílum í Frakklandi um áramótin Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2017 10:59 Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent
Sá leiði ósiður heldur áfram um hver áramót í Frakklandi að kveikja í bílum og valda með því miklu tjóni. Þessi áramót voru engin undanteknig frá því þar sem kveikt var í 945 bílum. Þessarar hrinu skemmdarverka fór fyrst að gæta uppúr 1990 í Strasbourg í austurhluta Frakklands, en þar býr mikið af fátæku fólki. Þaðan hefur ósiðurinn breiðst út til annarra borga í Frakklandi á nýarsnótt. Talið er að óánægð ungmenni sem hafa orðið undir í frönsku þjóðfélagi standi fyrir þessum íkveikjum. Þessa nýliðna nýársnótt var kveikt í 17% fleiri bílum en árið á undan og því virðist þessu bylgja skemmdarverka aðeins vera í vexti. Sem betur fer meiddist enginn alvarlega í þessum hildarleik þetta árið, en tjónið er sannarlega mikið. Franska lögreglan handtók 454 einstaklinga sem grunaðir eru um íkveikjur í bílum þessa dramtísku nótt og voru 301 þeirra settir undir lás og slá.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent