Áramótakveðja Tryggingastofnunar Halldór Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun