Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:00 Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira