Innlent

Skeljungur vill í Skagafjörð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Varmahlíð.
Í Varmahlíð. vísir/vilhelm
Skeljungur vill hefja eldsneytissölu í Varmahlíð í Skagafirði. Fyrirtækið vísar í lóðaleigusamning frá 1972 þar sem kveðið var á um rétt til tiltekinnar lóðar eða sambærilega lóð.

Sveitarfélagið segir Skeljung hins vegar ekki lengur með umrædda lóð á leigu. „Árið 2013 var Skeljungur hf., fyrir mistök, aftur krafið um lóðarleigu sem félagið hefur greitt allt til þessa árs,“ segir hins vegar í fundargerð byggðaráðs sem harmar þau mistök og kveðst munu endurgreiða  leiguna með vöxtum.

Þá segist byggðarráðið tilbúið til þess að setjast niður með forsvarsmönnum Skeljungs og skoða möguleika á því að útvega Skeljungi lóð undir starfsemi sína í sveitarfélaginu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×