Ég ligg ekki bara í sólbaði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2017 06:30 Elvar er hér í búningi Barry þar sem hann hefur farið á kostum. Vísir7Getty „Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“ EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira