Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga að stuðla að fjárhagslegu sjálfstæði og öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að hvetja ungt fólk til stíga skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði og að stuðla með því að fjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt sjálfstæði til lengri tíma eykur öryggistilfinningu almennings og tryggir að einstaklingar og fjölskyldur eiga ekki allt sitt undir duttlungum og geðþótta stjórnmálamanna. Hið opinbera getur, án mikils tilkostnaðar eða beinna styrkja, komið til móts við almenning vegna fasteignakaupa með því að fella niður stimpilgjald af lánum. Stimpilgjaldið er ekkert annað en aukaskattur og kemur harðast niður á ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í átt að fjárhagslegu sjálfstæði með íbúðakaupum. Ég hef lagt fram frumvarp þess efnis að stimpilgjaldið verði fellt niður og mun gera það aftur að kosningum loknum. Nái frumvarpið fram að ganga mun það einfalda kerfið og minnka kostnað vegna íbúðarkaupa svo um munar. Frumvarpið nýtist jafnt þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og þeim sem vilja komast aftur inn á fasteignamarkaðinn. Þannig verður auðveldara fyrir alla að eignast íbúðarhúsnæði og stuðla þannig að fjárhagslegu sjálfstæði til lengri tíma. Einstaklingum ber nú almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Hlutfallið sjálft, 0,8%, er vissulega ekki hátt í stóra samhenginu. Fyrir einstakling sem tekur 25 milljóna króna lán nemur stimpilgjaldið 200 þúsund krónum svo tekið sé dæmi. Það er ekkert sem réttlætir þennan aukaskatt, sem hleypur á hundruðum þúsunda. Gjaldið er með öllu óþarft en fyrst og fremst ósanngjarnt. Verði frumvarpið að lögum mun gjaldið falla alfarið niður vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði og undanþágan verður ekki bundin við fyrstu kaup. Stimpilgjald leiðir til hærra fasteignaverðs, dregur úr framboði og rýrir hlut kaupenda og seljenda. Það má ætla að afnám stimpilgjalds byggi undir heilbrigðari verðmyndun á húsnæðismarkaði. Ætla má að ríkið verði af um milljarði króna í tekjur falli gjaldið niður. Hér er því um beina skattalækkun að ræða. Að því sögðu má ítreka að stjórnmálamenn geta ekki og mega ekki horfa á hlutina eingöngu frá sjónarhorni ríkisins. Þeir eru til sem súpa hveljur yfir „tekjumissi“ ríkisins þegar hugmyndir um skattalækkanir eru lagðar fram. En stjórnmálamenn eru ekki kjörnir til að gæta hagsmuna ríkisins öllum stundum, heldur hagsmuna almennings. Stimpilgjaldið er tekið úr vösum almennings og fyrir meginþorra almennings skipta þessar upphæðir verulegu máli. Það er aldrei óábyrgt að horfa á hlutina út frá sjónarhorni skattgreiðandans. Í þessu tilviki aðallega ungs fólks sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég mun, hér eftir sem hingað til, beita mér fyrir hagsmunum þeirra. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun