Frekari vaxtalækkanir ef ríkið sýnir ábyrgð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. október 2017 06:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í gærmorgun. Vísir/Vilhelm Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabanka Íslands hafa í gær gefið skýr skilaboð um að stýrivextir geti lækkað frekar ef aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sýni ábyrgð á komandi misserum. Ábyrg hagstjórn sé forsenda þess að vextir hér á landi geti þokast í átt að vöxtum erlendis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók fram á fundi í bankanum í gær, þar sem kynnt var ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, að bankinn teldi ekki ástæðu til að búast við róttækum stefnubreytingum í ríkisfjármálum. „Ef það verða breytingar á því í framhaldi af kosningum er augljóst að það yrðu meiriháttar tíðindi og þá tækjum við á því,“ sagði hann. Stýrivaxtalækkunin kom fjárfestum í opna skjöldu, enda höfðu flestir, þar á meðal greiningardeildir stóru viðskiptabankanna, spáð óbreyttum vöxtum. Viðbrögðin á verðbréfamörkuðum voru sterk en til marks um það hækkuðu hlutabréf allra skráðu félaganna í Kauphöllinni í verði og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkaði um allt að 25 punkta.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.Vísir/StefánValdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir ákvörðun peningastefnunefndarinnar mjög ánægjulega. Hún rími vel við hagtölur og væntingar. „Síðasta verðbólgumæling var vel undir væntingum og nemur verðbólgan nú 1,4 prósentum en að frátöldum húsnæðisliðnum er verðhjöðnun á Íslandi nú 3,1 prósent. Hafa ber í huga að markmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, sem er skilgreint sem 2,5 prósenta verðbólga. Verðbólgan er nú ekki langt frá því að Seðlabankinn þurfi að útskýra opinberlega fyrir ríkisstjórninni af hverju hún er svo langt frá markmiði, en það þarf hann að gera ef verðbólgan er 1,5 prósentum hærri eða lægri en markmið,“ segir hann. „Jafnframt er nú kannski loks litið til þess að hagvöxtur er knúinn áfram af stórauknum komum ferðamanna, frekar en skuldsetningu, ásamt því að vextir í umheiminum eru enn miklu lægri en hér á landi og ekki einsýnt að það þurfi að viðhalda viðlíka vaxtamun við útlönd og áður hefur þurft, en Ísland er enn í aðlögunarferli að lægri jafnvægisraunvöxtum. Þetta gefur nú fullt tilefni til þess í framhaldinu að endurskoða innflæðishöftin á skuldabréfamarkaði sem mun leiða til þess að vaxtalækkanir skili sér enn betur til heimila og fyrirtækja,“ nefnir Valdimar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAÁsdís segir skýr merki um að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Seðlabankinn hefur þegar lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og þarf líklega að lækka hana enn frekar miðað við þær vísbendingar sem nú eru að koma fram. Verðbólguvæntingar, hvort sem er til skamms eða langs tíma, hafa einnig verið við markmið og verðbólgan verið undir markmiði í 44 mánuði samfleytt.“ Hún segir vaxtalækkunina gefa fyrirheit um að áfram verði unnt að minnka vaxtamun við útlönd. „Þvert gegn ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið hér við lýði innflæðishöft. Að mati sjóðsins eru slík höft neyðarúrræði sem eiga ekki að gegna hlutverki í almennri hagstjórn. Það er vonandi að vaxtalækkunin nú sé skref í þá átt að höftunum verði loks aflétt.” Ásdís segir miklu máli skipta að sátt skapist um hóflegar launahækkanir, sem séu meira í takt við verðmætasköpun í hagkerfinu, í komandi kjarasamningalotu. Auk þess sé mikilvægt að sú ríkisstjórn sem komist til valda eftir kosningar sýni aðhald í sinni ríkisfjármálastefnu. „Við erum líklega á toppi uppsveiflunnar og mikilvægt að allir sýni ábyrgð, aðilar vinnumarkaðar og hið opinbera. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að vextr hér á landi geti þokast í átt að þeim vöxtum sem við sjáum erlendis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stýrivextir lækka Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. 4. október 2017 08:58 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabanka Íslands hafa í gær gefið skýr skilaboð um að stýrivextir geti lækkað frekar ef aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sýni ábyrgð á komandi misserum. Ábyrg hagstjórn sé forsenda þess að vextir hér á landi geti þokast í átt að vöxtum erlendis. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tók fram á fundi í bankanum í gær, þar sem kynnt var ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur, að bankinn teldi ekki ástæðu til að búast við róttækum stefnubreytingum í ríkisfjármálum. „Ef það verða breytingar á því í framhaldi af kosningum er augljóst að það yrðu meiriháttar tíðindi og þá tækjum við á því,“ sagði hann. Stýrivaxtalækkunin kom fjárfestum í opna skjöldu, enda höfðu flestir, þar á meðal greiningardeildir stóru viðskiptabankanna, spáð óbreyttum vöxtum. Viðbrögðin á verðbréfamörkuðum voru sterk en til marks um það hækkuðu hlutabréf allra skráðu félaganna í Kauphöllinni í verði og ávöxtunarkrafa á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkaði um allt að 25 punkta.Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.Vísir/StefánValdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management, segir ákvörðun peningastefnunefndarinnar mjög ánægjulega. Hún rími vel við hagtölur og væntingar. „Síðasta verðbólgumæling var vel undir væntingum og nemur verðbólgan nú 1,4 prósentum en að frátöldum húsnæðisliðnum er verðhjöðnun á Íslandi nú 3,1 prósent. Hafa ber í huga að markmið Seðlabankans er stöðugt verðlag, sem er skilgreint sem 2,5 prósenta verðbólga. Verðbólgan er nú ekki langt frá því að Seðlabankinn þurfi að útskýra opinberlega fyrir ríkisstjórninni af hverju hún er svo langt frá markmiði, en það þarf hann að gera ef verðbólgan er 1,5 prósentum hærri eða lægri en markmið,“ segir hann. „Jafnframt er nú kannski loks litið til þess að hagvöxtur er knúinn áfram af stórauknum komum ferðamanna, frekar en skuldsetningu, ásamt því að vextir í umheiminum eru enn miklu lægri en hér á landi og ekki einsýnt að það þurfi að viðhalda viðlíka vaxtamun við útlönd og áður hefur þurft, en Ísland er enn í aðlögunarferli að lægri jafnvægisraunvöxtum. Þetta gefur nú fullt tilefni til þess í framhaldinu að endurskoða innflæðishöftin á skuldabréfamarkaði sem mun leiða til þess að vaxtalækkanir skili sér enn betur til heimila og fyrirtækja,“ nefnir Valdimar.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/SAÁsdís segir skýr merki um að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Seðlabankinn hefur þegar lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í ár og þarf líklega að lækka hana enn frekar miðað við þær vísbendingar sem nú eru að koma fram. Verðbólguvæntingar, hvort sem er til skamms eða langs tíma, hafa einnig verið við markmið og verðbólgan verið undir markmiði í 44 mánuði samfleytt.“ Hún segir vaxtalækkunina gefa fyrirheit um að áfram verði unnt að minnka vaxtamun við útlönd. „Þvert gegn ráðleggingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið hér við lýði innflæðishöft. Að mati sjóðsins eru slík höft neyðarúrræði sem eiga ekki að gegna hlutverki í almennri hagstjórn. Það er vonandi að vaxtalækkunin nú sé skref í þá átt að höftunum verði loks aflétt.” Ásdís segir miklu máli skipta að sátt skapist um hóflegar launahækkanir, sem séu meira í takt við verðmætasköpun í hagkerfinu, í komandi kjarasamningalotu. Auk þess sé mikilvægt að sú ríkisstjórn sem komist til valda eftir kosningar sýni aðhald í sinni ríkisfjármálastefnu. „Við erum líklega á toppi uppsveiflunnar og mikilvægt að allir sýni ábyrgð, aðilar vinnumarkaðar og hið opinbera. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að vextr hér á landi geti þokast í átt að þeim vöxtum sem við sjáum erlendis.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stýrivextir lækka Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. 4. október 2017 08:58 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Stýrivextir lækka Vísbendingar eru um að farið sé að draga úr spennu í þjóðarbúskapnum. 4. október 2017 08:58