Ungt fólk situr eftir Marinó Örn Ólafsson skrifar 5. október 2017 13:27 Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun