Færri ferðamenn eystra Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Ferðamenn ferðast minna út á firði landsins. Áður hefur verið sagt frá vandræðum Vestfirðinga og nú berast fréttir frá Austfjörðum. Vísir/Vilhelm „Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
„Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04