Fjárfesta 200 milljónum í næstu hugmynd stofnenda Plain Vanilla Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. september 2017 06:45 Stofnendur Teatime eru þeir Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason og Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson. Aðsend/Þorkell Þorkelsson Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til jafnvirði um 200 milljónir króna. Index Ventures, alþjóðlegur fjárfestingarsjóður, sem fjárfesti meðal annars í Facebook, Skype, Candy Crush og Clash of Clans, leiðir fjárfestinguna. Teatime, sem var stofnað í sumar af stofnendum og fyrrverandi lykilstarfsmönnum Plain Vanilla, hyggst þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem tengja fólk saman í rauntíma á áður óþekktan hátt. Um er að ræða eina stærstu frumfjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki hér á landi, en Teatime var aðeins formlega stofnað fyrir þremur mánuðum. „Það er ótrúlega gaman að vera kominn aftur af stað. Ég held að við séum með vöru sem hefur ótrúlega mikla möguleika,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, einn stofnendanna, í samtali við Markaðinn. Guzman Diaz, yfirmaður leikjafjárfestinga Index Ventures, segir að í tækni Teatime felist tækifæri til þess að koma með algerlega nýja hugmynd á markað. Index Ventures leiðir fjárfestahópinn með um 75 milljónir króna en alls leggja fjárfestarnir til jafnvirði um 200 milljóna króna til stofnunar Teatime.Sjá einnig:Ris og fall Plain Vanilla Stofnendur Teatime eru þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir Örn Finnbogason, Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson og Jóhann Þorvaldur Bergþórsson en allir voru þeir, eins og áður sagði, stjórnendur hjá Plain Vanilla sem gaf út QuizUp-spurningaleikinn vinsæla. Í fjárfestahópnum eru margir sömu fjárfestarnir og komu að Plain Vanilla og QuizUp. Þar má nefna David Wallerstein, forstjóra Tencent í Bandaríkjunum, sjöunda stærsta fyrirtækis heims miðað við markaðsvirði. Fyrirtækið á mörg stór tæknifyrirtæki í Kína og var jafnframt á meðal stærstu fjárfesta í leigubílaþjónustunni Uber og bílaframleiðandanum Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta Davíð Helgason, stofnandi Unity, og íslenski fjárfestingarsjóðurinn Investa auk annarra. Þorsteinn segir hlutina hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að QuizUp var selt til Bandaríkjanna í byrjun þessa árs tók við kærkomið frí, en eftir nokkra mánuði fann maður að löngunin til þess að skapa eitthvað nýtt var orðin sterk. Það var svo í sumar sem fjórir af fyrrverandi stjórnendum Plain Vanilla hittust og úr varð ný hugmynd sem við urðum strax mjög spenntir fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt fyrirtæki og byrjuðum að bera hugmyndina undir ýmsa fjárfesta sem við þekktum og höfðu verið með okkur í Plain Vanilla. Móttökurnar voru vægast sagt góðar og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa haft á hugmyndinni og það traust sem þeir sýna teyminu okkar.“ Það að safna svo miklu fjármagni strax við stofnun hjálpi þeim að vinna hraðar í átt að markmiðinu, sem sé að bylta því hvernig fólk spilar farsímaleiki. Aðspurður segir Þorsteinn næstu skref að stækka félagið og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa. „Við erum komnir með fjármagn sem gerir okkur kleift að hraða þróuninni á fyrstu útgáfu Teatime. Við getum vonandi aðeins svipt hulunni af vörunni fyrir jól. Það er planið.“ Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Tengdar fréttir Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00 Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Ris og fall Plain Vanilla: Frá „nei takk“ við tólf milljörðum til „nei takk“ frá NBC Plain Vanilla var stofnað árið 2010 af Þorsteini B. Friðrikssyni og kynnti snjallsímaleikinn The Moogies til sögunnar árið 2011. Leikurinn naut ekki vinsælda en það gerði hins vegar næsta vara fyrirtækisins, spurningaleikurinn QuizUp. 31. ágúst 2016 15:00
Þorsteinn um yfirtökutilboðið í Plain Vanilla: „Missi ekki svefn yfir þeirri ákvörðun“ Stofnandi Plain Vanilla viðurkennir þó að hann myndi taka tilboðinu yrði honum boðið það í dag. 31. ágúst 2016 19:53