Hjálpartæki – þarfasti þjónninn Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun