Á 189 km hraða á skíðum aftaní Jaguar Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2017 15:33 Grahan Bell og Jaguarinn sem dró hann. Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Jaguar bílar eru skemmtilegir og það er líka skemmtilegt á skíðum. En að sameina þetta tvennt hlýtur að vera enn skemmtilegra. Það taldi að minnsta kosti breski brunsérfræðingurinn Graham Bell því hann lét 380 hestafla Jaguar XF S Sportbrake bíl draga sig á rennsléttri braut á ónefndum stað við norðurheimskautsbaug á ógnarhraða. Þar náði hann 189 km hraða dreginn af bílnum og setti með því nýtt Guinness heimsmet í slíkri skíðamennsku. Hann bætti metið reyndar mjög myndarlega þar sem fyrra metið var aðeins 112 km/klst. Það þarf líklega mikinn ofurhuga að láta draga sig á 189 km hraða því það hlýtur að hafa slæmar afleiðingar að detta á slíkri ferð. Það tókst honum hinsvegar að forðast. Sjá má heimsmetssláttinn í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent