Airbnb-leiga í Reykjavík eykst um níutíu prósent á milli ára Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. maí 2017 21:15 Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Dr. Jeroen Oskam er prófessor í hótelháskóla í Hollandi og hefur greint stöðu Airbnb og áhrif þess á ferðaþjónustu og borgarlíf. Á hádegisfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag kynnti hann stöðuna á Airbnb í Reykjavík í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu, en sérstaða Reykjavíkur er hversu hátt hlutfall fasteigna borgarinnar er í útleigu.Markaðshlutdeildin geti verið 24 prósent Samkvæmt greiningu Oskam lítur markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaði fyrir að vera um 24 prósent á árinu 2016 þó skortur á gagnsæi vegna Airbnb geri það erfitt að fullyrða með vissu um hlutdeildina, að því er fram kemur í tilkynningu SAF. Þá er áætlað að tekjur af Airbnb gistingu hér á landi á liðnu ári hafi numið 5,7 milljörðum króna. Árið 2016 voru 4256 eignir í útleigu í Reykjavík en um 1000 fleiri voru á skrá Airbnb-síður. Ríflega 416 þúsund nætur voru í útleigu og hver leiga var að meðaltali þrír og hálfur dagur. Gestir í hverri íbúð voru að meðaltali 2,8 til 3,7. Samtals gistu því 380 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum í Reykjavík árið 2016. Nú á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefur svo orðið 90 prósent aukning á leigu sé miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. „Áhyggjur mínar af Reykjavík eru þær að hafi fólk hús í miðborginni sem það vill leigja. Í fyrsta lagi er þetta mjög dýrt en í öðru lagi þá vill enginn búa í miðborg því það verður ekkert gaman að búa þar því göturnar þar verða tómar,“ segir Dr. Oskam.Meirihluti að leigja út fleiri en eina eign Á Íslandi eru eingöngu 40 prósent gestgjafa með eina eign í leigu og þá í mörgum tilfellum eigið heimili. Í tæplega 16 prósentum tilfella eru gestgjafar með tvær eignir til leigu í Airbnb, 32 prósent með 3 til 10 eignir og 11,5 prósent með meira en tíu eignir. Dr. Oskam segir þessa þróun vera langt frá hugmyndafræði Airbnb. „Airbnb keyrir á þeirri ímynd að það hafi áhrif til framfara í borgum og styðji við þá borgarbúa sem þurfi á því að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að Airbnb keyrir áfram breytingar í miðborgum sem gerir það í raun ómögulegt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að búa þar.“ Dr. Oskam telur ekki hægt að banna Airbnb á Íslandi og erfitt hafi reynst að koma á lögum í öðrum borgum en hann hvetur borgir sem hafa glímt við mikinn fjölda Airbnb-íbúða og áhrif hans að komast að því hvað er í raun að gerast í borgunum vegna Airbnb. Þá sé mikilvægt að borgirnar vinni saman og segi Airbnb hversu neikvæð áhrif það hefur á borgirnar. Þannig geti þær krafið fyrirtækið um tölfræðiupplýsingar sem það vill síður láta af hendi svo borgaryfirvöld megi koma í veg fyrir offjölgun ferðamanna, neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og svo framvegis. Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Sérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir segir að stjórnvöld verði að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík hefur aukist um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Dr. Jeroen Oskam er prófessor í hótelháskóla í Hollandi og hefur greint stöðu Airbnb og áhrif þess á ferðaþjónustu og borgarlíf. Á hádegisfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag kynnti hann stöðuna á Airbnb í Reykjavík í samanburði við aðrar stórborgir í Evrópu, en sérstaða Reykjavíkur er hversu hátt hlutfall fasteigna borgarinnar er í útleigu.Markaðshlutdeildin geti verið 24 prósent Samkvæmt greiningu Oskam lítur markaðshlutdeild Airbnb á gistimarkaði fyrir að vera um 24 prósent á árinu 2016 þó skortur á gagnsæi vegna Airbnb geri það erfitt að fullyrða með vissu um hlutdeildina, að því er fram kemur í tilkynningu SAF. Þá er áætlað að tekjur af Airbnb gistingu hér á landi á liðnu ári hafi numið 5,7 milljörðum króna. Árið 2016 voru 4256 eignir í útleigu í Reykjavík en um 1000 fleiri voru á skrá Airbnb-síður. Ríflega 416 þúsund nætur voru í útleigu og hver leiga var að meðaltali þrír og hálfur dagur. Gestir í hverri íbúð voru að meðaltali 2,8 til 3,7. Samtals gistu því 380 þúsund ferðamenn í Airbnb-íbúðum í Reykjavík árið 2016. Nú á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefur svo orðið 90 prósent aukning á leigu sé miðað við fyrsta fjórðung ársins 2016. „Áhyggjur mínar af Reykjavík eru þær að hafi fólk hús í miðborginni sem það vill leigja. Í fyrsta lagi er þetta mjög dýrt en í öðru lagi þá vill enginn búa í miðborg því það verður ekkert gaman að búa þar því göturnar þar verða tómar,“ segir Dr. Oskam.Meirihluti að leigja út fleiri en eina eign Á Íslandi eru eingöngu 40 prósent gestgjafa með eina eign í leigu og þá í mörgum tilfellum eigið heimili. Í tæplega 16 prósentum tilfella eru gestgjafar með tvær eignir til leigu í Airbnb, 32 prósent með 3 til 10 eignir og 11,5 prósent með meira en tíu eignir. Dr. Oskam segir þessa þróun vera langt frá hugmyndafræði Airbnb. „Airbnb keyrir á þeirri ímynd að það hafi áhrif til framfara í borgum og styðji við þá borgarbúa sem þurfi á því að halda. Staðreyndin er hins vegar sú að Airbnb keyrir áfram breytingar í miðborgum sem gerir það í raun ómögulegt fyrir þá sem hafa minna á milli handanna að búa þar.“ Dr. Oskam telur ekki hægt að banna Airbnb á Íslandi og erfitt hafi reynst að koma á lögum í öðrum borgum en hann hvetur borgir sem hafa glímt við mikinn fjölda Airbnb-íbúða og áhrif hans að komast að því hvað er í raun að gerast í borgunum vegna Airbnb. Þá sé mikilvægt að borgirnar vinni saman og segi Airbnb hversu neikvæð áhrif það hefur á borgirnar. Þannig geti þær krafið fyrirtækið um tölfræðiupplýsingar sem það vill síður láta af hendi svo borgaryfirvöld megi koma í veg fyrir offjölgun ferðamanna, neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og svo framvegis.
Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00
Græðum meira en aðrir á Airbnb Yfir helmingur Airbnb-gestgjafa í Reykjavík hafa fleiri en eina íbúð til útleigu á vefsíðunni. Reykjavík fær miklu fleiri Airbnb-gesti hingað til lands á ári en borgir sem eru mun fjölmennari. 29. maí 2017 06:00