Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 vísir/epa Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28