Ósáttir við tafirnar hjá Silicor Materials Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Silicor Materials samdi við Faxaflóahafnir um lóð á Grundartanga í apríl 2015. Vísir/aðsend Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Óánægju gætir meðal íslenskra einkafjárfesta, sem tóku þátt í hlutafjársöfnun Silicor Materials, með hversu hægt fjármögnun sólarkísilverksmiðjunnar á Grundartanga miðar. Þeir fjárfestar sem Fréttablaðið ræddi við segja það koma sér á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu aukið eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Eitt og hálft ár er liðið síðan þeir tóku þátt í hlutafjársöfnun upp á alls fjórtán milljarða króna og stóð þá til að fjármögnuninni lyki um mitt síðasta ár. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding hf. í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma og skattakóngur Íslands árið 2012, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir tilheyra þeim hópi. Það gera einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Þeir fjárfestar sem blaðið ræddi við vildu ekki láta nafns síns getið en sögðust hafa talið að verkefnið yrði nú lengra á veg komið þegar þeir tóku þátt í hlutafjársöfnuninni í ágúst 2015. Þeir hafi samið um ákveðin tímamörk sem Silicor Materials þurfi að mæta svo þeir taki ekki fjárfestingu sína til baka. Forsvarsmaður eins einkahlutafélags úr hópnum segist aftur á móti lítið hafa velt framgangi verksmiðjunnar fyrir sér og að aðkoma hans að verkefninu hafi verið í gegnum Davíð Stefánsson, stjórnarmann í Silicor Materials og talsmann fyrirtækisins. Davíð svaraði ekki beiðni Fréttablaðsins um viðtal en hann hefur bent á að um viðamikla fjárfestingu sé að ræða sem hafi tafist af ýmsum ástæðum. Gildistöku samninga Silicor Materials við Faxaflóahafnir, um hafnaraðstöðu og lóð á Grundartanga, var seinkað um miðjan desember eða til 20. janúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00 Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30 Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Engar framkvæmdir hjá Silicor á meðan dómsniðurstöðu er beðið Silicor mun ekki hefja framkvæmdir fyrr en niðurstaða fæst í dómsmáli sem Kjósarhreppur, bændur á svæðinu og náttúruverndarsamtök höfðuðu til að fá verksmiðjuna í umhverfismat. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. október. 3. október 2016 07:00
Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir mikið verðfall Ketill Sigurjónsson segir lífeyrissjóði verða gera ráð fyrir að þeir tapi því fé sem þeir leggja í kísiliðnað. 13. júlí 2016 11:30
Óvissa um fjármagn og orku seinkar sólarkísilverksmiðju Ákvörðun Silicor Materials um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga hefur verið frestað vegna óvissu um fjármögnun og orkuöflun. 16. desember 2016 10:01