Áramótakveðja Tryggingastofnunar Halldór Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun