Samdi við Cavs en vill samt enda ferillinn með Miami Heat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 11:30 Dwyane Wade vann þrjá NBA-titla með Miami Heat. Vísir/Getty Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017 NBA Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira
Dwyane Wade er orðinn leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni en hann er engu að síður að hugsa um að enda ferillinn hjá öðru liði. Dwyane Wade sagði í viðtali við Associated Press að hans ósk sé að enda körfuboltaferilinn sem leikmaður Miami Heat. „Ég veit ekki hvernig það mun koma til en ég vil gera allt til þess að klára ferillinn í búningi Miami Heat. Ég gæti spilað þarna aftur eða að fá að gera eins og Paul Pierce og skrifa undir eins dags samning,“ sagði Dwyane Wade. Chicago Bulls keypti Dwyane Wade út úr samningi hans við félagið og hann átti möguleika á því að fá betri samning hjá öðrum liðum en Cleveland Cavaliers. Hjá Cleveland Cavaliers fær hann aðeins lágmarkslaun.Dwyane Wade may play for the Cavaliers now, but he wants to leave the NBA as a member of the Heat. https://t.co/6JZLwj4wuqpic.twitter.com/24gecGjtrP — Yahoo Sports (@YahooSports) September 28, 2017 Miami Heat, Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs gátu öll boðið honum mun meira en hann ákvað að semja fyrir minna og koma til LeBron James í Cleveland alveg eins og LeBron gerði fyrir nokkrum árum og kom til Wade í Miami Heat. Dwyane Wade er orðinn 35 ára gamall og á því ekki mörg ár eftir í NBA-boltanum. Hann skoraði hinsvegar yfir 18 stig í leik á síðustu leiktíð með Chicago Bulls og getur enn spilað meðal þeirra bestu. Wade fór óvænt frá Miami Heat þegar hann samdi við Chicago Bulls fyrir 2016-17 tímabilið. Þrátt fyrir að hann hafi hafnað tilboði Miami og farið þá segja bæði hann sjálfur og Pat Riley að allt sé í góðu á milli þeirra og að Wade sé velkominn aftur til Flórída. „Það verður alltaf lykill fyrir hann undir mottunni. Ég vona bara að hann ryðgi ekki,“ sagði Pat Riley eftir að Wade yfirgaf Miami Heat fyrir rúmu ári síðan.Welcome to The Land, @DwyaneWade! DETAILS: https://t.co/QlQd1lx0M7#AllForOnepic.twitter.com/iBUzSRyze0 — Cleveland Cavaliers (@cavs) September 27, 2017 Þeir LeBron James og Dwyane Wade skáluðu í rauðvíni eftir fyrstu æfingu sína saman sem leikmenn Cleveland Cavaliers en áður höfðu þeir æft oft saman sem leikmenn Miami Heat og bandaríska landsliðsins.DWade & LeBron after their first practice together in CLE... (via mrdwyanewade/Snapchat) pic.twitter.com/PKNwaTaHld — NBA TV (@NBATV) September 28, 2017
NBA Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira